Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 40
44
T í Ð I N D I
sem í Nýja-testamentinu eru, vera frá miðri fyrstu öld, til
loka þeirrar aldar.
Guðspjöllin og Postulasagan og bréfin, sem í Nýja-testa-
mentinu eru, hafa að líkum verið meira og minna grund-
völluð og byggð upp á þessum frásögnum.
Allt það, sem ritað var, átti vitaskuld að þjóna þeim til-
gangi að varðveita sannar frásagnir og gefa rétta mynd af
því, sem gjörzt hafði og birta réttar kenningar Krists. Til
rökstuðnings þessu er handhægast að taka upphaf Lúkasar-
guðspjalls og það hefst á þessum orðum:
„Margir hafa tekið sér fyrir hendur að færa í sögu við-
burði þá, er gjörst hafa meðal vor, eins og þeir menn hafa
látið til vor berast, er frá öndverðu voru sjónarvottar og
síðan gjörðust þjónar orðsins. Fyrir því réð ég það líka af,
eftir að ég hafði rannsakað allt kostgæfilega frá upphafi,
að rita fyrir þig samfellda sögu um þetta, göfugi Þeofilus.
Með þeim hætti verður þú sjálfur fær um að ganga úr skugga
um áreiðanleik þeirrar frásögu, sem þú liefir heyrt af ann-
ara vörum.“
Að loknum þessum formála, tímasetur ritarinn guðspjall-
ið með því að segja: „A dögum Heródesar konungs." Þetta
sýnir ljóst, að höfundurinn var sér ekki meðvitandi, að
hann væri að rita trúarbók fyrir kristna menn.
Athugum Pálsbréfin líka um leið. Er ekki réttast að líta
svo á, að þau séu skrifuð fyrst og fremst sem tækifærisbréf?
Hvað, sem oss kann að lítast um guðfræði þeirra og hversu
dýrmætar sem oss þykja kenningar Páls, er ekki hægt hjá
því að líta, að tilefni bréfanna og eflaust tilgangur Páls er
að hafa samband við vini sína og trúbræður sína. Hann
stílar bréfin með tilliti til ýmissa atriða, sem honum eru
kunn af fréttum, munnlegum og ef til vill líka bréflegum,
sem segja frá daglega lífinu. Hann brennur af löngun til
þess að blanda sér í mál safnaðanna og hafa áhrif á gang
þeirra. Bréf hans þjónuðu boðunarstarfi hans. í þeim lagði
hann óafvitandi skerf sinn til trúarbókar vorrar.