Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 42
46
T í Ð I N D I
En Markion mótmælti Gyðingisma. Andóf hans er ekki
að skapi forystnnnar í söfnuðinum. Hann hrekkur úr söfn-
uðinum eftir fimm ár.
Árið 143 eða 144 stofnar Markion eigin söfnuð. Umbóta-
kirkja hans er allt í einu orðin keppinautur höfuðkirkjunn-
ar. Margir völdu hana fremur en höfuðkirkjuna, sem frjáls-
ir voru að því að velja. Ef til vill var það vegna þess, að
Markion setti kirkju trúbræðra sinna trúarbók. Hann vildi
vera einlægur trúmaður og valdi Lúkasarguðspjall og 10
bréfa Páls til þess að vera trúarbók safnaðanna, sem fylgdu
honum að málum. Þessa trúarbók lét hann vera einhlíta
sínum söfnuðum og liafði ekki Gamla-testamentið í heiðri
eins og aðrir söfnuðir samtíðar hans.
Viðbrögð höfuðkirkjunnar voru gaumgæfileg athugun á
málinu. Einum til tveimur áratugum eftir að Markion
ákvarðaði trúarbók sína, úrskurðaði Justin píslarvottur, að
við sunnudagssamkomur kristinna manna ætti annað hvort
að lesa úr endurminningum postulanna eða spámannarit-
unum.
Varlega áætlað mun það vera á sjöunda tug annarrar ald-
ar, sem söfnuðir trúaðra eignast þannig Biblíu, sem í eru
frásagnir úr Gamla-testamenti nútímans og Nýja-testamenti
nútímans, hvort tveggja með jöfnu gildi til trúaruppfræðslu.
Þar sem talið er, að Justin hafi liðið píslarvættisdauða ekki
síðar en 167, er talið öruggt að segja, að hann hafi kunn-
gjört úrskurð höfuðkirkjunnar á sjciunda tug annarrar ald-
ar, en auðvitað liefir það getað verið hvenær sem er, frá
því að Markion úrskurðaði fyrir sig og sína, til dauðadags
Justins.
Justin er talinn hafa verið mikill áhrifamaður höfuðkirkj-
unnar í Róm á fyrstu árum sjöunda tugs aldarinnar. Hins
vegar voru margir fleiri áhrifamenn, sem höfðu sínar skoð-
anir á málunum, og tvímælalaust má ráða í það, að ágrein-
ingur er risinn út af, hvað verðugt er að telja réttar postul-
legar erfðir.