Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Blaðsíða 46
50
T í Ð I N D I
hygli í Evian sem venjulegir sumargestir, — en fólkið var
ekki komið í þeim tilgangi, heldur voru hér fulltrúar víðs
vegar að úr heiminum. — Brátt sáust þess merki, að hér var
eitthvað á seyði fyrir fréttamenn. A meðan menn heilsuðust,
ræddu saman og buðu hvern annan velkominn, fóru sjón-
varpsmenn á milli raða með vélar sínar og tóku óspart
myndir.
Einn maður var þar sérstaklega, sem þeir mynduðu jafnt
og þétt og fylgdu fast eftir. — Hann var lágur vexti, hnellinn
og sköllóttur. — Margir heilsuðu honum og hneigðu sig
djúpt. Þetta var hinn heimskunni kirkjuleiðtogi, Hanns
Lilje, biskup í Hannover. — Hann var mesti persónuleik-
inn á þinginu, og þó voru þarna, eins og að líkum lætur,
saman komnir margir áhrifamenn. Eimmta allsherjarþingið
var að byrja með setningarguðsþjónustu kl. 9 fyrir hádegið,
þriðjudaginn 14. júlí.
Velkomin í kaþólsku kirkjuna.
Þá kom strax í ljós fyrsta atriðið, sem gerði þetta þing
ólíkt öllum hinum. — Við voru að ganga inn í kaþólska,
kirkju, helgidóm þeirrar stofnunar, sem Lúther yfirgaf á
sínum tíma og var bannfærður af. — Nú voru breyttir tím-
ar og bróðurhugur kominn í staðinn. Annað var ekki að
sjá, er dyr þessar opnuðust til að bjóða hinn lúterska heim
hjartanlega velkominn. —
Þarna stóð ungi, lúterski presturinn fyrir aftan altarið
og sneri sér að söfnuðinum, og annar steig í stólinn og tal-
aði um lognið á Genfarvatni og óróann í heiminum. — Texti
hans var úr Opinberunarbókinni, 21, 1—6, um nýjan himin
og nýja jörð. — Hann mælti skörulega. Við höfðum ræðuna
fjölritaða í kirkjubekknum og gátum fylgt honum eftir frá
orði til orðs. —
Þá kom Brasilía strax inn í ræðuefni hans, og það land
átti oft síðar eftir að heyrast nefnt. Enda ekki nema að von-
>