Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 49
T í Ð I N D I
53
Hann taldi, að við gætum ekki látið vandamál heimsins
afskiptalaus, við yrðum að finna til vegna þeirra hörmunga,
sem yfir heiminn gengju — að við ættum að byggja brýr
milli austurs og vesturs, milli þeirra 20% í heiminum, sem
hefðu bæði brauð og tækni og hinna 80% er þyldu nauð, —
milli þeirra sem væru í valdaaðstöðu og hinna, sem væru
kúgaðir. —
Messan.
Messan hélt áfram. — Stundum kom hik í messusvörum.
— Það var ekki að undra. — Svona ólíkir en þó samvaldir
kirkjugestir voru aðeins á 5 ára fresti að syngja sig saman, —
og það, sem mestu varðaði, ganga til altaris saman. — Hvað
þeir kaþólsku hafa gert, er hlýddu hringingunni og héldu,
að nú væri að hefjast þeirra messa, er hringt var klukkum, —
veit ég ekki. — iEr hér var komið, hafa þeir sennilega verið
farnir út aftur. — En nokkrir höfðu gengið inn og dýft hendi
sinni í vatnið í anddyrinu og hlýtt messu með lúterskum. —
Og var það e. t. v. forboði þess, að sá tími væri framundan,
að allir geti sungið saman jafn hjartanlega og fundið sig
heima í öllum kirkjum jafnt? —
Frá kirkjunni lá leiðin í ráðhús borgarinnar. — Þar blöstu
við flögg og einkenni kirkjunnar, og þar hófst þinghaldið
með því, að forsetinn, hinn hægláti, ljúfi en formfasti Dr.
Schiotz, flutti inngangsræðu sína. —
Böl heimsins mikið sársaukaefni.
Meðan hann talaði, kom annað atriði, sem einkenndi
þetta þing og skar það mjög frá hinum fyrri. — Er ég átti
sízt von á, sá ég allt í einu, að nokkrir fulltrúar úr hópi
hinna yngstu sátu með svartan borða um annan upphand-
legg. — ]>etta var kornungt fólk rétt um og yfir tvítugt. —
Hvað var að gerast? —
Hér voru samantekin ráð. — Þegar Dr. Schiotz kom að