Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 50
54
T í Ð I N D I
því í ræðu sinni, að færa stjórninni í Brasilíu, þrátt fyrir
alla óstjórnina, þá málsbót, að þar ættu sér stað verksmiðju-
byggingar í almannaþágu, — þá settu þeir ungu upp svartan
borða um handlegg sér til þess að mótmæla. — Þetta gerðist
þegjandi, en þeir áttu eftir að láta heyra til sín, þeir ungu
og reiðu. —
Það kom fram í ræðu forsetans, að hann hafði verið einn
þeirra, sem vildi fara á hinn fyrri ákveðna fundarstað, og
hann lýsti með hryggð þeim sársauka, sem þingið hefði
orsakað hjá bræðrum þeirra og systrum í Brasilíu með því
að koma ekki. —
Óvissan.
Þannig fór fyrsti dagurinn í tal um það aftur og fram,
hvort rétt hefði verið eða ekki rétt að hverfa frá Brasilíu. —
Stjórnin sagðist ekkert vita, hvort hún hefði gert rétt eða
órétt, — en fulltrúarnir frá Brasilíu töluðu tveir, og í máli
þeirra mátti kenna sársauka og sárrar gremju. —
Annar þeirra, sem var áheyrnarfulltrrii frá hvítasunnu-
mönnum, taldi, að hér hefði ekki verið fylgt dæmi Lúters,
sem hefði talið sér fært að fara til Worms þó að þar biðu
hans eins margir djöflar og þaksteinarnir á húsunnm þar. —
(Kvað þá við hlátur mikill í þingsalnum).
Þá kom þessi örlagaríka breyting á fundarstaðnum heldur
óþægilega við sjálft höfuðefni þingsins, en það var: Sendir
út í heiminn. —
Hér er um að ræða tilvitnun í orð Jesú, er hann í bæn
sinni minntist lærisveinanna, að hann sendi þá út í heim-
inn til þess að predika fagnaðarboðskapinn og boða guðs-
ríki. — Ritningargxeinin var gébð að kjörorði þingsins, að
kirkjan í dag væri send út í heiminn að sínu leyti eins og
postularnir voru í fyrstu sendir. —