Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 52
56
T í Ð I N I) I
allir gátu sameinazt um, var Dr. Marshall, forseti sameinuðu
lútersku kirkjunnar í Ameríku, er tók við af Dr. Fry og
líkist honum í mörgu. —
Það, sem olli vandræðum, var orðalag tillögunnar, hvort
hún skyldi ná almennt yfir vandamál þjóðanna, eða þjóð-
irnar nefndar hver og ein, og hvað aflaga færi í hverju
landi. — Síðari kostinum var hafnað, þar sem séð var, að
slík upptalning myndi leiða Jnngið í ógöngur. —
Hví sér þú flísina?
í ályktun Dr. Marshall sagði m. a.:
„Eitt er víst, enginn okkar hefir rétt til þess að útiloka
sig frá bróður sínum með því að benda ásakandi eingöngu
á hann. — Kúgunaröflin í livaða landi sem er fá stuðning
eftir mörgum leiðum — svo að skuldin er eiginlega okkur
(illum sameiginleg.
o n
Fimmta alheimsþingið, sem á við jíessa erfiðleika að
glíma, getur þrátt fyrir það ekki þagað. Sem fulltrúar lút-
ersku kirknanna verðum við að trúa, að hægt sé að vekja
samvizku kristinna manna til hinna réttu og raunhæfu að-
gerða.“
Þá er í ályktun þessari minnzt á Brasilíu-vandamálið, og
réttilega tekið fram, að ekki sé um það land eitt að ræða.
Þar stendur:
„Sjónarmið okkar er miklu víðtækara. Það nær um heim
allan, eða þar, sem mannréttindi eru fótum troðin. — Það
varðar milljónir manna, sem enga hjálp geta veitt sér. —
Okkur er ljóst, að stjórnmálalegar ofbeldisaðgerðir eiga sér
stað í miirgum löndum, sem svipta menn þjóðfélagslegum
réttindum, hneppa þá í fangelsi og misþyrma þeim.“ — Þá
var bent á óréttlætið í sérhagsmunum ríkra landeigenda og
einokun stórra iðjuvera, oft stjórnað af fulltrúum annarra
landa, en fórnarlömb þeirra ráðagerða byggju við hungur,
eymd og vonleysi. —