Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 53
T í Ð I N D I
57
U mræðuhópar.
Þingíulltrúum var skipt í þrjár höfuðdeildir, þar sem
rætt var um þrjár aðalgreinar á umræðuefni þingsins: Send-
ir út í heiminn. — i. deild fjallaði um fagnaðarerindið.
II. deild um vettvanginn, þ. e. heiminn. III. deild um hina
ábyrgu þátttöku í þjóðfélagi nútímans, og þar undir heyrðu
mannréttindin sem mest voru rædd. —
Yngstu fulltrúar þingsins höfðu mestan áhuga á þeim
umræðum og tóku óspart til máls um misréttið í heiminum
og t<)ldu þingið bregðast mjög í þeim efnum. Var hér eink-
um um að ræða róttæka stúdenta frá Norðurlöndum, — þeir
höfðu verið á sérþingi kirkjunnar nokkrum dögum áður
og sumir þeirra þá nýkomnir úr kynnisferð til Suður-Amer-
íku, hins svokallaða þriðja heims, þar sem þeim ofbauð
eymdin. —
Þessir ungu fulltrúar töldu hefðbundnar aðferðir kirkj-
unnar ekki lengur ná tilgangi sínum, og vildu róttækar
breytingar, en voru samt ekki með jákvæðar úrbætur á prjón-
unum, þegar eftir þeim var hváð. — Ég fann, að hér var
á ferðinni sá byltingarandi, sem víða verður vart í röðum
stúdenta um heim allan. —
Trúboðsheitið fellt niður.
Frá hverri deild komu langar álitsgerðir, sem of langt
mál er að fara út í. — Ein dagskrártillagan olli töluverðu um-
róti, en það var um nafnið á hinni væntanlegu nefnd sem
í framtíð á að fjalla um trúboð kirkjunnar. — Nefndin hefir
ávallt verið kölluð: Commission on World Mission. —
Stjórnin lagði til, að orðið Mission hyrfi, en í stað kæmi
Cooperation, — er þýðir samvinna, samstarf. — En hver var
ástæðan til þess að fella burt trúboðs-nafnið? — Mörgum
þótti hér höggvið allnærri tilganginum, sem kirkjan á alla
tilveru sína að þakka — þ. e. trúboðinu.