Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 54
58
T í Ð I N D I
Ástæðan var sú, að í hinum austrænu ríkjum er orðið
mission ranglega bundið við svokallaða heimsvaldastefnu
hinna vestrænu ríkja t. d. Bandaríkjanna, — og þar af leið-
andi hefði nafnið eitt hindrað kirkjur í kommúnistaríkjun-
um í starfi þeirra. —
Það kom fram málamiðlun frá Bo Giertz og Birkeli,
Oslóarbiskupi, að nota nafnið á nefndinni þegar hentaði,
en fella það niður þegar um hin austrænu ríki væri að
ræða. — En sú tillaga var felld. — Samþykkt var með mikl-
um meirihluta að taka upp heitið Cooperation í staðinn
fyrir Mission, — og þetta féll t. d. einum þingfulltrúa svo
illa, að hann hafði orð á að yfirgefa þingið í mótmælaskyni,
en varð þó ekki af, og gat Dr. Schiotz forseti þess sérstaklega,
sem vott um tryggð og hollustu við kirkjuna þó að ekki
gætu allir verið á einu máli. — Og þetta sagði hann klökkur,
en fulltrúinn var hinn gamli biskup í Luebeck, Dr. Meyer,
áhrifamikill maður á þinginu. —
Áfram trúboðskirkja.
Á lokadegi þigsins var samþykkt ályktun frá einum full-
trúanum frá Stavanger, Noregi, — til að íyrirbyggja þann
misskilning, að kirkjan væri í nokkru að víkja frd trúboði
sínu, þó að nefndin væri ekki kennd við það lengur, sem
um þau mál fjallar áfram.
I ályktun þeirri segir:
„Eins og Jesús Kristur var af Guði sendur, trúum við
því, að Jesús sendi okkur út í heiminn til að útbreiða með
gleði fagnaðarboðskapinn, — þjóna meðbræðrum okkar í
réttlæti og kærleika.
Krafturinn í boðskapnum er okkur augljós, þegar við,
bæði sem einstaklingar og kirkja, sjáum synd okkar, sem
ómögulegt er að bæta, — dauða okkar, sem ógerlegt er að
forðast, — neyð mannkynsins, sem ekki er hægt að loka aug-
unum fyrir.