Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 55
T í Ð I N D I
59
Inn í þessa neyð okkar hefir Jesús Kristur gengið, — hann,
sem er sjálfur boðskapurinn. Að kannast við þá staðreynd
að vera syndari og eignast þrátt fyrir það nýtt líf og köllun
til nýrrar þjónustu, byggist á fyrirgefningu í krossi Krists. —
Að sjá það, að dauðinn er fyrir dyrum hjá okkur, en að við
förum þrátt fyrir það frá lífi til lífs, er að eignast upprisu
dauðra í gegn um upprisu Krists. — Með þessum fagnaðar-
boðskap erum við gerð frjáls til þess að uppfylla vilja Guðs.
— Þar sem neyð náungans hefir áhrif á verk okkar og at-
hafnir í þjónustu Drottins, þá skuldbindur það okkur til
að endurskoða stöðugt þjónustu okkar fyrir heiminn. Sú
þjónusta, sem við á þennan hátt tökum að okkur í Kristi,
sem þátttakendur í samfélgi hans, gefur okkur kraft til þess
að ljúka til fulls erindi hans jafnvel í fjandsamlegu um-
hverfi. Þennan kraft fáum við samt ekki nema með því, að
vera sendir út í heiminn til þess að vitna og þjóna, en þá
hljótum við kraftinn, er við þurfum á að halda.“ —
Samstarfsviljinn.
Þó að hinir 210 aðalfulltrúar þingsins væri á vissan hátt
sundurleitur hópur, — þá var ég samt snortinn af þeim ein-
ingaranda kristninnar, sem þarna kom fram. — Þá var það
ekki sízt viljinn ti! samstarfs milli kaþólsku og lúthersku
kirkjudeildanná^ — Sérstakur erindreki páfa kom þarna
fram með bróðurlega útrétta hönd og flytjandi viðurkenn-
ingarorð um Lúther. Af hálfu þingfulltrúa talaði formaður
samninganefndar þeirrar, sem vinnur að einingu þessara
tveggja höfuðkirkjudeilda. —
Það var jafnvel látin í ljós sú hugmynd ,að séreinkenni
kirkjudeildanna hyrfu, og framtíðarinnar biði aðeins ein
kirkja, — ein heild, í einingu sinni í Kristi. — Þessu hefði
vart verið hægt að spá fyrr daga Jóhannesar 23. páfa, en með
Vatikanþinginu 1962 og viðleitni hans til þess að auka sam-
starf og bróðurhug kristinna manna, hófst riý stefna, sem