Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Síða 56
60
T í Ð I N D I
að lokum mun koma þessari hugmynd í framkvæmd. — En
þann dag veit enginn, — eins og þar stendur. —
Logn og þrumur.
Dagarnir í Evian liðu fljótt. — Þeir voru ekki allir logn-
blíðir, því að það komu einnig þrumur og eldingar, líkt
og kraftar himnanna bifuðust, — og þannig var það stundum
í ráðhúsinu í bænum, þegar hinir ungu fulltrúar létu hrikta
í stoðum þessarar alheimsbyggingar með hörðum dómum
sínum yfir aðgerðum þess, eða réttara sagt aðgerðarleysi, —
eins og það var kallað. —
Það fór svo, þegar á leið, að þeir urðu að draga inn seglin,
sem mestan hraðhyr höfðu siglt. — Þegar á leið þingstörfin
og sérstaklega við þingslitin voru hinir yngri og eldri ein
heild. Þetta fann ég greinilegast í baráttusöng Lúthers: Vor
Guð er borg. —
Kristindómsakurinn.
Með þeim sálmi var þinginu slitið um miðaftan ellefta
daginn, sem það stóð. — Þá voru menn loks undir það bún-
ir að syngja sig saman, — þegar tíminn var kominn að skilja;
og mikið var ráðhússalurinn auður, þegar fulltrúarnir höfðu
gengið þaðan. — Skjölin mörgu, sem fjölrituð voru yfir
þingtímann lágu á borðum, sem einhverjir höfðu lagt þar.
— En lok þingtímans boðaði heimkomu. — Og það var
stafalogn og sólríkt næsta morgun, þegar gengið var inn í
langferðabílinn. —
Sumargestirnir, sem þá voru að vakna, hugsuðu gott til
þess að fara út á vatnið og baða sig heitan júlídag, — en
þessi margliti hópur þjóða og kynþátta, sem ljósi trúarinn-
ar hafði reynt að brjóta aiheimsvandamálin til mergjar, ók
d brott. — Og staðurinn, sem á seinustu stund var valinn
til þess að firra vandræðum, Evian, var kvaddur.