Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Blaðsíða 57
T í Ð I N D I
61
Einu sérstæðasta þingi lútherstrúarmanna var lokið. —
Það hafði hvort tveggja gert: sundrað og sameinað, farið um
hugann eins og plógur, sem byltir jörðinni. — Þegar ég ók
framhjá hveitiökrunum báðum megin vegarins, hinum gulu
breiðum milli grænna trjáa, minnti það mig á sjálfan mann-
lífsakurinn, sem Kristur talaði um, og við vorum nú á leið-
inni til í allar áttir, sendir iit í heiminn.
Uppi á hæðinni miklu
Uppi’ á hæðinni miklu stóð heilagur kross,
sem er hæddur af þúsundum enn.
Sjá, ég elska þann kross, þar sem fórnin var færð,
sem að frelsaði synduga menn.
Hann er litaður blóði hins lifanda Guðs,
og hann ljómar af fegurð og skín.
Því hann minnir á Krist, sem var krossfestur þar,
sem að kvaldist og dó vegna mín.
Ég hef heitið að taka á mig krossberans kvöl,
og sú köllun er fögur og glæst.
Er ég smáður af öðrum til Golgata geng,
er ég Guði og himninum næst.
Viðlag:
Ég vil taka’ á mig krossberans kvöl.
Ég vil krjúpa og biðja um grið,
svo ég hljóti hinn eilífa auð,
svo ég öðlist hinn himneska frið.
Davið Stefánsson þýddi.
(Lagið við sálminn er i söngbókinni: Unga kirkjan).