Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Síða 58
UNNUR HALLDÓRSDÓTTIR:
Yerið gjörendur orðsins
Upphaf og grunclvöLlur safnaðarstarfs.
Jesús Kristur kom í heiminn til að kunngjöra vilja Guðs.
Hann prédikaði og lijálpaði þeim, sem voru hjálpar þurfi.
Lærisveinar hans, kirkjan, halda áfram starfi hans á hverjum
tíma.
Nú á tímum er orð Guðs
prédikað í kirkjunum, og
þjónustan er margvísleg, en
orð Guðs nær ekki tilætluðum
árangri, nema það fái að um-
breyta hjörtum manna, svo að
þeir finni sig knúða til að gefa
öðrum hlutdeild í fagnaðar-
erindinu.
Hlutverk sóknarnefnda er
að stuðla að því að gera öllum
kleilt að framkvæma trú sína
í þjónustunni við náungann.
Við hljótum aðhugleiða, hvort
söfuðurinn, kirkjan, geti beðið um að vilji Guðs verði, ef
hann reynir ekki allt, sem hann getur, til þess að framkvæma
vilja Guðs meðal náunga sinna.
Hvers virði er fallega sóknarkirkjan okkar og dýrðlegar
hátíðir, ef við erum ekki reiðubúin á virkum degi til þess
að hjálpa þeim, sem á í vanda og hefur mesta þörf fyrir að
komast í snertingu við einhvern, sem vill hlusta og hjálpa?
Byrðarnar, sem menn bera, eru jafn margvíslegar og þeir
Systir Unnur Halldórsdóttir.