Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 59
T í Ð I N D I
63
sjálfir, einmanaleiki, veikindi, elli, fjölskylduvandamál og
ýmiss konar andleg kvöl og angist, sem mannshönd, útrétt
í kærleika, getur létt.
Það er nauðsynlegt fyrir söfnuð, sem vill vinna verk sín
vel, að hafa góða stjórn og viljugt starfsfólk. Hér kemur til
kasta sóknarnefndar að styðja sóknarprestinn í að virkja
starfskraftana. Eigi sóknarpresturinn einn að taka á sínar
herðar framkvæmd og stjórn allra þeirra verkefna, sem æski-
legt er að unnin séu innan safnaðarins, er ekki von til þess,
að mikið sé eða verði gert.
Æskilegast hlýtur þó að vera, að fastráðinn starfsmaður
sé við söfnuðinn auk prestsins, safnaðarsystir eða djákni, sem
hefur góða yfirsýn yfir ástand safnaðarins og skipuleggur
ásamt presti og sóknarnefnd safnaðarstarfið og leiðbeinir
þeim leikmönnum, sem þátt taka í starfinu.
En hvar og hvernig skal byrja? Byrjum á bæn til Guðs, að
hann opni blind augu okkar, svo að við fáum séð þau verk
er vinna þarf, að hendur okkar vinni af kærleika, fætur okk-
ar feti fúslega þann veg, sem við þurfum að ganga, að við
verðum umburðarlynd við þá, sem við eigum skipti við.
í lifandi söfnuði er reynt að sjá til þess, að þau börn, sem
skírð eru, fái einnig þá kristindómsfræðslu, sem |)au þurfa.
Sá farvegur, sem þegar er fyrir hendi, eru sunnudagaskólar
eða barnaguðsþjónustur, en það er erfitt að standa einn með
stóran hóp barna á mismunandi aldri og sannarlega tími til
kominn, að einhver leikmaður úr söfnuðinum létti þær
ljyrðar, sem á sóknarpresti hvíla í sambandi við sunnudaga-
skólana, og um leið hlýtur skólinn að verða enn betri.
Þeir söfnuðir, sem eru svo gæfusamir að eiga safnaðar-
heimili, fá þar tækifæri til að tengja börnin enn betur kirkju
og kirkjulegu starfi með fjölbreytilegum fundum á virkum
dögum, og í lang flestum söfnuðum er nú þegar hópur barna,
sem getur með góðri hjálp annazt um slíka fundi, og á ég
þar við sumarbúðabörnin.
Víða gera vandamálin vart við sig strax eftir fermingu