Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Síða 61
T í » I N D I
65
til ákveðinna verkefna safnaðarins með því til dæmis að
halda bazar.
Víða eru hópar fólks, sem þarfnast þess að komast í snert-
ingu við hið daglega líf utan veggja þeirrar stofnunar, sem
það dvelur á: langlegusjúklingar á sjúkrahúsum, dvalarfófk
á elliheimilum og ýmsum hælum. Safnaðarfélögin annast um
kvöldvökur, undirbúa og taka þátt í guðsþjónustum á stofn-
uninni, en einstaklingarnir koma oftar til að rabba, lesa
bókarkafla eða dagblöðin, og þannig er hægt að skapa gleði
eftirvæntingarinnar hjá þessu fólki, sem af einhverjum
ástæðum er utan við venjulegt líf heilbrigðs manns.
Það eru mikil viðbrigði að flytja í nýtt umhverfi. Hinn
nýflutti veit oft lítið um staðhætti, almenna þjónustu í bæn-
um, hvar eitt og annað er að finna, hvar kirkjan er, hvar
presturinn býr, og hvenær messað er. Oft kemur sá áhugi,
sem hann mætir frá nágrönnum meira af forvitni en hjálp-
semi. Væri ekki heillaráð fyrir sóknarnefnd að sýna í verki
hverjum nýjum safnaðarmeðlim þá velvild og bróðurelsku
að heilsa upp á og bjóða hann velkominn í söfnuðinn, bjóða
honum jafnvel heim og skýra frá því starfi, sem unnið er
innan kirkjunnar, og hann getur tekið þátt í?
Það er margt fleira, sem minnast má á í sambandi við
safnaðarstarfið, eins og til dæmis þátttöku í kirkjukór og al-
mennum safnaðarguðsþjónustum. Það má einnig fara ýtar-
legar út í það, sem drepið hefur verið á. Margt af því virðist
lítið og harla ómerkilegt, en gefum okkur tíma til að hugsa
þessi mál, ræða um þau og framkvæma, þá finnum við fljótt
að þar vinnum við þakklátt starf, og sé það unnið af ein-
lægni, fórnfýsi og kærleika ,mun það bera ávöxt til blessun-
ar fyrir einstaklinga og kirkjuna okkar í heild.
Sjálf þurfum við hjálp til að geta fetað þann veg, sem okk-
ur er ætlað sem lærisveinar Jesú. Þá hjálp sækjum við í
orð Guðs og bænina í samfélagi hvert við annað. Það er upp-
haf og grundvöllur alls safnaðarstarfs og gerir kirkjunni
kleift að halda því verki áfram, sem Kristur hóf.
r.