Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Síða 66
70
TÍÐINDI
Sóknarprestur: Séra Sigurpáll Óskarsson, Hofsósi, f. 19.
febrúar 1931.
Barðsprestakall: (Barðs- og Knappsstaðasóknir).
Aukaþjónusta.
Þessar breytingar 'hafa orðið í Skagaljarðarprófastsdæmi
s.l. áratug:
Sauðárkróksprestakall:
Séra Helgi Konráðsson, prófastur, andaðist 30. júní 1959. Hann var
fæddur 24. nóvember 1902. Prestur að Höskuldsstöðum 1932—1934, cn
frá 1. nóvember veitt Reynistaðarklaustursprestakall. Þjónaði því til
dauðadags, en sat á Sauðárkróki. Prófastur frá 1952.
Séra Björn Björnsson. Hólum, var skipaður prófastur eftir séra Helga
(1960).
Séra Þórir Stephensen (áður í Staðarhólsþingum, Dal.) skipaður sóknar-
prestur frá 15. marz 1960.
Við prestaskiptin féll Reynisstaðasókn til Glaumbæjarprestakalls, en
Rípursókn, sem áður var í Hólaprestakalli, til Sauðárkróksprestakalls,
samkv. lögum frá 1952.
Mælifellsprestakall:
Séra Bjartmar Kristjánsson lét af störfum. Hann var skipaður sóknar-
prestur í Laugalandsprestakalli í Eyjfirði frá 1. júní 1968. Prestakallið
nýtur nú 'þjónustu nágrannaprests, séra Sigfúsar Jóns Arnasonar.
Miklabæjarprestakall:
Séra Lárus Arnórsson andaðist 5. apríl 1962. Hann var fæddur 29. apríl
1895. Settur aðstoðarprestur að Miklabæ 23. júní 1919. Vígður það ár.
Veittur Miklibær 10. júní 1921 og þjónaði til dauðadags.
Séra Helgi Tryggvason settur prestur frá fardögum 1963. Vígður 2.
júní. Lausn frá embætti 1. oklóber 1964.
Séra Sigfús Jón Árnason settur prestur fá 1. júlí 1965. Vígður 4. júlí
það ár. Skipaður frá 1. júlí 1966.
Hofsósprestakall:
Séra Árni Sigurðsson lét af störfum. Hann var skipaður sóknarprestur
í Norðfjarðarprestakalli frá I. nóvember 1962. (Sjá Þingeyrarklausturs-
prestakall).
Séra Oddur Thorarenscn (áður á Hofi í Vopnafirði) var skipaður
sóknarprestur í Hofsósprestakalli frá 1. júlí 1963. Lausn frá embætti
1. apríl 1966.
Sér Sigurpáll Óskarsson (áður á Bíkludal) fékk veitingu fyrir presla-
kallinu frá 15. september 1966.
Barðsprestakall:
Séra Guðmundur Benediktsson fékk lausn frá embætti 1. júní 1965, en
þjónaði til hausts. Prestakallið nýtur nú þjónustu nágrannaprests, séra
Sigurpáls Óskarssonar.