Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 70
74
T í Ð I N D I
Þessar breytingar hafa orðið í Suður-Þingeyjarprófasts-
dæmi s.l. áratug:
Lauíásprestakall:
Séra Birgir Snæbjörnsson lét af störfum. Skipaður A Akureyri frá f.
nóvember 1960. (Sjá Akureyri). Séra Jón Bjarman skipaður sóknar-
prestur frá 1. júlf 1961. Fékk lausn 1. júní 1966, er hann tók við starfi
æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar.
Séra Bolli Þórir Gústavsson (áður í Hrísey) fékk veitingu fyrir presta-
kallinu frá 1. júlí 1966.
Hálsprestakall:
Séra Sigurður Haukur Guðjónsson lét af störfum. Fékk veitingu fyrir
öðru prestsembættinu í Langholtsprestakalli í Rvík frá 1. jan. 1964.
Séra Friðrik A. Friðriksson, praep. hon., settur prestur frá 1. maí 1964.
(Húsavík).
Vatnsendaprestakall:
Séra Stefán Lárusson lét af störfum. Var skipaður í Núpsprestakall frá
1. nóvember 1960.
Séra Þórarinn Þórarinsson settur prestur frá 1961. Vígður 25. júní það
ár. Skipaður sóknarprestur í desember 1962. Lausn frá embætti 1. nóv-
ember 1968. l’restakallið nýtur nú þjónustu nágrannaprests, séra Sig-
urðar Guðmundssonar, prófasts.
Skútustaðaprestakall:
Víðihólssókn, sem áður tilheyrði Skinnastaðarprestakalli í N.-Þingeyjar-
prófastsdæmi var sameinað Skútustaðaprestakalli í S.-Þingeyjarpróf-
aststlæmi samkvæmt lögum frá 1952. (Sjá Skinnastaðarprestakall).
Húsavíkurprestakall:
Séra Friðrik A. Friðriksson fékk lausn frá prests- og prófastsstörfum frá
1. september 1962. (Sjá Hálsprestakall). Við prófastsstörfum tók séra
Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað, settur prófastur frá 1. október
1962, skipaður 1. desember 1963.
Séra Ingólfur Guðmttndsson settur prestur frá hausti 1962. Vígður
30. sept. það ár. Þjónaði til vors n. á. Séra Björn H. Jónsson skipaður
sóknarprestur frá 15. júlí 1963.
5. NORÐUR-ÞINGEYJARPRÓFASTSDÆMI:
Skinnastaðarprestakall: (Skinnastaðar-, Garðs- og Snartar-
staðasóknir).
Sóknarprestur: Séra Sigurvin Elíasson, Skinnastað, f. 9.
janúar 1918.