Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 71
T í Ð I N D I
75
Raufarhafnarprestakall: (Raufarhafnarsókn).
Aukaþjónusta.
Sauðanessprestakall: (Sauðaness- og Svalbarðssóknir).
Sóknarprestur: Séra Marinó Kristinsson, prófastur,
Sauðanesi, f. 17. september 1910.
Þessar breytingar hafa orðið í Norður-Þingeyjarprófasts-
dæmi s.l. áratug:
Skinnastaðarprestakall:
Séra Páll Þorleifsson prófastur fékk lausn frá prests- og prófastsstörfum
frá 1. október 1966. Sú breyting verður þá, að Víðihólssókn á Fjöllum
leggst undir Skntustaðaprestakall. (Sjá Skútustaðaprcstakall).
Við prófastsstörfum tók séra Marinó Kristinsson, Sauðanesi, settur
prófastur frá 1 .október 1966.
Séra Sigurvin Elíasson (áður á Raufarhöfn) skipaður sóknarprestur frá
1. júlí 1967.
Raufarhafnarprestakall:
Séra Sigurvin Elíasson (áður á Æsustöðum) settur prestur frá 1. júli
1960. Skipaður sóknarprestur i Skinnastaðarprestakalli frá 1. júlí 1967.
Prestakallið nýtur áfrain þjónustu séra Sigurvins.
Sauðanessprestakall:
Séra Ingimar Ingimarsson lét al' störfum. Hann var skipaður sóknar-
prestur í Víkurprestakalli í Vestur-Skaptafellssýslu frá 1. nóvember
1965.
Séra Marinó Kristinsson (áður í Vallanesi) settur prcstur frá 1. júní
1966. Skipaður sóknarprestur frá 1. júlí 1967.
NÝ LÖG UM SKIPAN PRESTAKALLA OG PRÓFASTSIJÆMA:
Með lögum frá 1. júli 1970 hafa orðið nokkrar breytingar á skipun presta-
kalla og prófastsdæma í Hólastifti, sem koma munu til framkvæmda svo
fljótt, sem við verður komið. Þessar eru helztar:
Strandaprófafstsdæini sameinast Húnavatnsprófastsdæini og verður eitt
prófastsdæmi. Tjamarprestakall verður sameinað Brciðabólstaðarprestakalli
með prestssetri á Breiðabólstað í Vesturhópi.
Hvammsprestakall verður sameinað Sauðárkróksprestakalli.
Hofstaðasókn í Hólaprestakalli sameinast Miklabæjarprestakalli. — Rípur-
sókn í Sauðárkróksprcstakalli sameinast Hólaprestakalli. — Barðsprcstakall í
Fljótum sameinast Hofsósprestakalli.
Grímseyjarprestakall sameinast Akureyrarprestakalli, og mun annarhvor
prestur Akureyrar jafnan hafa með höndum þjónustu Miðgarðasóknar.
Norður- og Suður-Þingeyjarprófastdæmi sameinast í eitt prófastdæmi:
Þingeyjarprófastsdæmi.