Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Síða 74
78
T í Ð I N D I
verður að innrétta eldhús, skapast einnig ágæt aðstaða til
félagslífs eldra fólksins í sókninni.
Eins og er ber þarna mest á æskulýðsstarfsemi, sem hefur
vaxið mikið með tilkomu heimilisins, þó aðstaða sé enn
ófullkomin.
Eg hafði ekkert fyrir mér í upphafi nema erlenda reynslu.
Þetta var í fyrsta skipti sem íslenzkur söfnuður keypti sér-
stakt hús til þessarar starfsemi. Nokkrir söfnuðir í Reykja-
vík og á Akureyri höfðu nokkra aðstöðu til félagslegs starfs
í kirkjum sínum. Það voru allt söfnuðir, sem höfðu fasta
kirkjuverði og annað starfsfólk. A slíku höfðum við engin
ráð. Stjórn heimilisins, skipuð tveimur körlum og tveimur
konum auk sóknarprests, varð að taka á sig mikil aukastörf.
Margir aðrir hafa og lagt hönd á plóginn og flestir í sjálf-
boðavinnu. En með auknu starfi verður þörfin æ ljósari
fyrir fast starfslið og helzt sérmenntað, líkt því, sem ég kynnt-
ist erlendis. Úr því eiga hinn nýi Skálholtsskóli og Kristni-
sjóður að bæta í sameiningu. Skálholtsskóli með sérmenntun
og Kristnisjóður með fjárstuðningi til safnaðanna.
Svo sem kunnugt er, hafa fleiri íslenzkir söfnuðir farið inn
á þessa braut að undanförnu og stofnað safnaðaheimili. Eg
hygg, að reynslan sé alls staðar hin sama.
Með þessum orðum, sem ég hefi skriiað að l)eiðni rit-
nefndar, vil ég því livetja aðra til að hefjast lianda.
Hvað er hamingja?
Hvað er hamingja? — Ekki það, sem með ítölskum orðum
er nefnt: La dolce vita (sællífi) — líf í munaði og unaðssemd-
um, heldur líf, sem lifað er í sátt og samræmi við innsta og
bezta eðli hvers og eins, líf í sáttfýsi og samúð með kjörum
annarra.
Kristinn Arrnnnnssnn rektor.