Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 75
BIRGIR SNÆBJÖRNSSON:
Safnaðarráð
Merkileg nýjung i safnaðarstarji.
Þegar er fjölga tók í kristna frumsöfnuðinum í Jerúsalem
kom brátt í ljós þörf fleiri starfsmanna og fjölbreyttari em-
bætta. Sú þróun refir haldizt fram á okkar daga. Við stóra
kirkju í fjölmennum söfnuði er
ekki svo fáttt starfslið. Þar geta
t.d. verið tveir sóknarprestar,
fimm sóknarnefndarmenn, safn-
aðarfulltrúi, gjaldkeri, meðhjálp-
arar, organisti, kirkjukór, að-
stoðarmenn í sunnudagsskóla,
kirkjuvörður, hringjari ræsting-
arkonur o.fl. Þá má einnig telja
í þessum hópi konur, sem helga
vilja kirkjunni starfskrafta sína
með inngöngu í kvenfélag kirkj-
unnar, karlmenn, sem mynda
bræðrafélag hennar og æskufólk,
sem skipar sér í raðir æskulýðs-
félags kirkjunnar.
Þessi upptalning sýnir, að hægt er að þjóna við kirkju
sína á ýmsan hátt. Kemur það sér vel, því að mismunandi
erum við mennirnir að gerð og hæfleikum. „Mismunur er
á náðargáfunum, en andinn hinn sami; og mismunur er á
embættum og Drottinn hinn sami; og mismunur er á fram-
Séra Birgir Snœbjörnsson.