Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Síða 77
T í Ð I N D I
81
við hann. Þess vegna þarf söfnuðurinn í heild að standa
saman og starfa saman. Hver einasti, sem kemur til sam-
eiginlegrar guðsþjónustu safnaðarins, leggur fram sitt lið,
og þar munar um hverjar tvær hendur, sem spenna greipar.
Og sannast mun, að „Sá, sem biður eins og honum ber, mun
reyna að lifa eins og hann biður.“ Þannig þurfa einstakling-
arnir í söfnuðinum að reyna að uppbyggjast, sem lifandi
steinar í andlegt hús.
Þetta eru forsendur þess, að löngun vaknaði til þess að
tengja sem bezt saman þá, sem bundnir eru Akureyrarkirkju
og sameina starfskrafta þeirra, til þess að hægt væri að áorka
meiru. Og hinn 19. október 1969 var í kirkjukapellunni
stofnað Safnaðarráð Akureyrarkirkju. Fyrstu stjórn þess
skipuðu eftirtaldir: Séra Birgir Snæbjörnsson, formaður;
vígslubiskup, séra Pétur Sigurgeirsson, varaformaður; Finn-
bogi S. Jónasson, ritari; Björn Þcirðarson, gjaldkeri; Laufey
Sigurðardóttir, meðstjórnandi.
Eftirfarandi reglugerð var samin fyrir Safnaðarráð Akur-
eyrarkirkju:
I. Safnaðarráð Akureyrarkirkju er myndað af þeim, sem
hafa störfum að gegna í þágu Akureyrarkirkju og fulltrúum
hinna ýmsu félaga, sem tengd eru kirkjunni.
II. Eftirtaldir eru í ráðinu: Sóknarprestar, sóknarnefnd,
safnaðarfulltrúi, organisti, formaður kirkjukórsins, með-
hjálparar, kirkjuvörður, gjaldkeri kirkjunnar, fulltrrú
Kvenfélags Akureyrarkirkju, formaður Æskulýðsfélags Ak-
ureyrarkirkju, framkvæmdastjórar Kirkjuvikunnar og starfs-
menn sunnudagaskólans. Varamenn mæti í forföllum.
III. Stjórn ráðsins skipa 5 menn og skal hún kosin árlega.
Kosning fari fram í upphafi kirkjuárs. Stjórnin skipti með
sér verkum.
IV. Tilgangur Safnaðarráðs Akureyrarkirkju er sá, að
sameina starfskrafta kirkjunnar til eflingar starfi hennar.
Þeim tilgangi hyggst ráðið ná með því að glæða þátttöku
6