Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 80
84
T I Ð I N D I
sem þau, hönd í hönd, setjast í návist klukkunnar og njóta
í hrifningu og sælu töfratóna hennar.
Þetta er aðeins ævintýri og það gamalt. En mig langar til
að draga iíkingu af efni þess. Segjum, að klukkan, sem börn-
in fóru að leita að, sé hamingjan. Allir vita, að hamingjan
er tif. Sérhvert barn, sem leggur út í lífið, fer einmitt af
stað til þess að ieita hamingjunnar. Það heyrir fagra tóna
klukkunnar og þráir að finna hana. En í hamingjuleitinni
fer oft líkt og í klukkuleitinni í ævintýrinu, að það er að-
eins lítill liluti af stórum hópi, sem kemst farsællega á leið-
arendann og getur notið yndis hennar.
Á landinu okkar eru fáar mæður þannig gerðar, að þær
vilji ekki hamingju barnsins síns, eða láti sig hana litiu
skipta. Þið mæður, jafnframt því að óska barninu ykkar
hamingju, leitizt þið við af fremsta megni að leiðbeina því,
svo að það verði sem færast um að standast allar freistingar
þess, sem vill leiða þau á afvegu frá hamingjuleiðinni. Sér-
hver góð móðir gleðst, þegar henni verður Ijóst, að barnið
hennar finnur hamingjuleiðina. Þannig gleðjast bæði móðir
og barn.
En þó fer sem fer. Alltof mörg börn hrasa út af hamingju-
leiðinni á villigötur og valda um leið sér og sínum óham-
ingju. Vonbrigðin eru oft skelfileg. Hversu óumræðilega
mörg börn hafa í sakleysi bernskunnar tekið undir með
skáldinu og sagt af hjartans einlægni:
Elskulega mamma mín,
mjúk er alltaf höndin þín,
tárin þorna sérhvert sinn,
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðinn er,
allt. pað launa skal ég pér.
En hver hefur svo efndin orðið? Beizkur biturleiki hefur
níst sál móðurinnar í vonbrigðum vegna barnsins henn-