Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 83
T í ö I N U I
87
að barnið hennar verði víðsýnt og eignist listasmekk. Móð-
irin þarf á bókmenntasviðinu að beina huga barnsins að því
fagra og góða, lipra og listræna. Barnið þarf að fá einhvern
fastan grunn að byggja á. Á sviði annarra lista þarf móðirin
að gera allt sitt bezta til að benda á, en ekki aðeins banna.
Eg hef oft séð móður benda dóttur sinni á, hvað hún skuli
sauma út, prjóna o. s. frv. Lífið krefst fleira en hannyrða
og húsverka. Lífið krefst sem mestrar fjölhæfni af hverri
móður. Þess vegna þarf fyrst og fremst að styrkja foreldrana
til þess, að þar geti börnin fengið þekkingu í stað blekkingar.
Nú er mér kunnugt um, að kvenfélög standa framarlega
í því að veita húsmæðrum menntun — húsmæðrum og
barnamæðrum, en barnamæður eru nú margar hverjar yngri
og reynslulausari en fyrir 20—30 árum. Þó mun meiri rækt
lögð við það, að veita húsmæðrum en barnamœðrum mennt-
un. Ég geri ráð fyrir, að í orðinu húsmóðir feli flestir einn-
ig barnamóðurina. En það, sem ég vil leggja áherzlu á, er
þetta: Það er of lítið gert að því, að gefa ungum mæðrum
kost á námskeiðum, þar sem uppeldi er aðalþátturinn. Til
dæmis er allt of lítið um námskeið, þar sem mæður — já,
og feður — geta fengið leiðbeiningar um andlegt uppeldi
barns. Það er ekki nóg að kenna meðferð ungbarna og með-
ferð barna til 5, 6 ára aldurs. Nei, barnið verður fyrr en
varir lagt af stað út í heiminn. Þá dugar því bezt gott vega-
nesti að heiman. Austfirzk móðir sagði:
Þegar héðan hópurinn
heldur leiðar sinnar,
þeirra eini arfurinn
eru bænir mínar.
Hvernig haldið þið, að þessi móðir hafi búið börnin sín
út í heiminn? Hún leiddi áreiðanlega börnin sín inn á leið
hamingjunnar. Þó að erfiðleikar hafi mætt börnunum henn-
ar, hefur hún kennt þeim að taka þeim rétt.