Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 87
Húsmæðraskóli kirkjunnar, Löngumýri,
Skagafirði
Segja má, að merkur kirkjusögulegur atburður hafi átt sér
stað árið 1962, þegar frk. Ingibjörg Jóhannsdóttir afhenti
þjóðkirkjunni skóla sinn að Löngumýri í Skagafirði, sem
hún hafði starfrækt af alkunnum dugnaði og framsýni hátt
á annan áratug. Á þeim tímum, sem uppeldis- og fræðslumál
eru að vonum mjög í sviðsljósinu, hefur kirkjan eignazt
sinn eigin skóla, skóla, sem veitir henni ný tækifæri, nýjar
leiðir fyrir erindi sitt. Mikið hefur verið um það rætt og
að því stefnt, að kirkjan reki eigin menntastofnanir og auki
ítiik sín í skólum. Vonandi helzt sú þróun, en hér er hún
orðin að staðreynd.
Það ber að meta og þakka þann hug og það traust, sem
þessari gjöf fylgdi, og miklar vonir eru bundnar við skólann
í höndum þeirra ágætu stjórnenda, sem honum ráða.
Trúfræðsla og trúariðkun mæðranna hefur kirkju allra
Skólahúsin á Löngumýri.