Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 89
T í Ð I N D I
93
eru því leyfðar heimsóknir í skólann viss kvöld í viku hverri.
Hefur það fyrirkomulag gefizt mjög vel.
Lágmarksaldur nemenda er 17 ár. (Einstaka undanþágur
hafa verið gerðar).
Kennslugreinar eru: Verklegt: Matreiðsla, þvottur og ræst-
ing, fatasaumur, útsaumur, prjón og vefnaður. — Bóklegt:
Kristin fræði, íslenzka, uppeldisfræði, næringarfræði og
vöruþekking, áhaldafræði, hýbýlafræði, heilsufræði, félags-
fræði og heimilishagfræði.
Nauðsynlegur útbúnaður er: Sæng, koddi, sængurfatnaður
til skiptanna, handklæði, bláir vinnusloppar, hvítar og mis-
litar svuntur, hvítir kappar, stórir og góðir pottalappar,
þægilegir vinnuskór. Einnig Biblía og sálmabók. — Allur
farangur skal vera greinilega merktur.
Skólatími er frá byrjun oktérber til maíloka. Umsókn um
skólavist sendist skólastjóra fyrir 30. apríl ár hvert, sem veit-
ir fúslega allar nánari upplýsingar.