Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 90
BRYNJÓLFUR SVEINSSON, Efstalandskoti:
Bakkakirkja í Öxnadal
Þcettir úr sögu elztu kirkju Eyjafjarðarprófastsdæmis.
Kirkja mun lengi hafa staðið á Bakka. Ekki er þó vitað,
hvenær kirkja var fyrst reist þar, en talið er, að bænahús
hafi verið á Efstalandi, Syðri-Bægisá og Þverbrekku.
Árið 1843 smíðaði Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni timb-
urkirkju þá, er enn er sóknarkirkja Bakkasóknar. Mun hún
vera elzta kirkjan, sem hann byggði og enn stendur.
Þáverandi ábúandi og eigandi að Bakka var Egill, sonur
Tómasar Egilssonar og Helgu Daníelsdóttur, sem var systir
Þorsteins á Skipalóni. Kona Egils var Vigdís Jónasdóttir frá
Hrauni.
Álitið er, að Þorsteinn hafi byggt kirkjuna fyrir eigið fé.
Er það sennilegt, því stuttu síðar varð hann eigandi að
Bakka og reisti þar bæjarhúsin frá grunni.
Kirkjan var bændakirkja frá öndverðu og fram til ársins
1909. Þann 4. ágúst það ár afhenti prófastur, síra Geir Sæm-
undsson, söfnuðinum hana, fyrir hönd þáverandi eiganda að
Bakka, Jóns Jónassonar, bónda að Flugumýri í Skagafirði,
en hann var áður bóndi og kirkjuhaldari á Bakka (1884—
1896). Við afhendingu kirkjunnar fylgdu henni kirkjugrip-
ir, sem áður höfðu í henni verið, ásamt sjóði að upphæð kr.
1293.62.
Fram að síðustu aldamótum var kirkjan ómáluð utan,
með bikuðu timburþaki, en árið 1901 voru gerðar þar nokkr-
ar umbætur á. Þá bjó á Bakka Sigurður Jónasson, mágur