Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 91
TÍÐINDI
95
Bakkakirkja, sem varð 125 ára 1968.
Jóns á Flugumýri, og eigandi jarðarinnar að hálfu á móti
honum. Réði hann smiði til að annast viðgerðir á kirkjunni
um sumarið, og greiddu þeir eigendurnir allan kostnað sjálf-
ir, án framlags frá söfnuðinum. Kirkjan var þá máluð utan
og innan, grunnur steinlímdur, járnþak sett á suðurhlið en
tjörupappi á norðurhlið o. fl.
Nokkrum árum síðar, eftir að söfnuðurinn hafði fengið
umráð kirkjunnar og fjármála hennar, var svo hafizt handa
um frekari framkvæmdir til viðhalds og endurbóta. Árið
1910 var t. d. byggð forkirkja, járnþak sett á norðurhlið,
grunnur hækkaður og steyptur, upphækkaður pallur fyrir
orgel og söngfólk settur í kirkjuna aftast og hún máluð.
Nokkru síðar voru allir gluggar endurnýjaðir og kolaofn
settur í kirkjuna til hitunar, en áður var þar engin upphitun.
Voru þessar aðgerðir allar til mikilla bóta.
Fyrir nokkrum ártun, eða árið 1963, fékk svo kirkjan þann