Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Qupperneq 93
T í Ð I N D I
97
*
eldrar þeirra fluttu að Neðri-Vindheimum á Þelamörk. En
þ(S að Jóhannes flytti burt úr sókninni, hélt hann starfinu
áfram og stundar það enn. Hefur hann unnið mikið og gott
starf kirkjusöngnum til eflingar, ásamt kirkjukórnum.
Ifakkakirkja hefur alltaf verið annexía frá Bægisá, en nú
frá Möðruvöllum, eftir að Bægisárprestakall var sameinað
Möðruvallaklaustursprestakalli, og þjónandi prestar hennar
því búsettir þar. Tveir prestar munu þó hafa verið heimilis-
fastir í Bakkasókn, þótt þeir sætu ekki kirkjustaðinn: Séra
Hallgrímur Þorsteinsson, sem var aðstoðarprestur séra Jóns
á Bægisá, bjó fyrst á Hrauni (1803—1809) en síðan á Steins-
stöðum til dauðadags, en hann drukknaði í Hraunsvatni
árið 1816. Eftir fráfall hans varð annar aðstoðarprestur, séra
Bjarni Pálsson, heimilisfastur á Steinsstöðum um tveggja ára
skeið.
Hinn 27. apríl árið 1843 fékk séra Arngrímur Halldórs-
son veitingu fyrir Bægisárprestakalli, en það var sama árið
og kirkjan var reist. Hann er því að líkindum fyrsti prestur-
inn, sem þjónar hinni nýju kirkju. Er talið, að hann hafi
þjónað um 20 ára skeið.
Séra Arnljótur Olafsson fékk veitingu fyrir Bægisárpresta-
kalli árið 1863 og þjónaði þar til ársins 1890, eða um 27 ár.
Séra Theódór Jónsson fékk prestakallið árið 1890 og þjón-
ar því til fardaga árið 1941, eða í 51 ár. Bægisárprestakall
er þá formlega lagt niður, en sóknirnar sameinaðar Möðru-
vallaklaustri.
Séra Sigurður Stefánsson er þjónandi prestur á Möðru-
völlum, þegar Bægisá sameinast Möðruvallaklaustri. Hann
er því prestur Bakkasóknar frá 1941 til 1965, er hann lét af
embætti, eða í 24 ár.
Séra Ágúst Sigurðsson settur prestur 1965 til 1966.
Séra Birgir Snæbjörnsson, Akureyri, settur til aukaþjón-
ustu 1966 til 1968.
7