Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 94
98
T í Ð I N D I
Séra Þórhallur Höskuldsson, núverandi prestur, tók við
embætti 1968.
Staðarhaldarar og umsjónarmenn kirkjunnar:
1. í tíð bœndakirkju (siðustu árin):
Jón Jónasson, bóndi á Bakka, eigandi að hálíu að jörð og
kirkju - frá 1884 til 1896.
Sigurður Jónasson, meðeigandi Jóns að jörð og kirkju, —
frá 1896 til dauðadags, árið 1907.
2. / tíð safnaðar:
Jóhann 'Fómasson er fyrst ábúandi á Bakka, en kirkjan
og eignir hennar í umsjá feðganna á Þverá, Stefáns Bergs-
sonar og Steingríms Stefánssonar, frá 1908 til 1914.
Árið 1912 flutti Þorsteinn Jónsson að Bakka, fyrst sem
leiguliði Jóns á Flugumýri. Hann kom búferlum frá Arnar-
nesi í Arnarneshreppi, en var áður í mörg ár ráðsmaður á
Möðruvöllum hjá Stefáni skólameistara. Árið 1914 var hann
kosinn í sóknarnefnd Bakkasóknar og falin umsjá með kirkj-
unni og meðhjálparastörf.
Þór, sonur Þorsteins, tók við jörð og búi árið 1924. Hann
er enn staðarhaldari og hefur lengst af verið í sóknarnefnd
og lengi formaður hennar og féhirðir. — Núverandi féhirðir
og formaður sóknarnefndar er Jón A. Jónasson í Hrauni.
Við þessa þætti úr sögu Bakkakirkju verður nú látið stað-
ar numið. Þótt hún sé orðin gömul, er hún enn hið ágætasta
hús. Aldarafmælis hennar, árið 1943, var minnzt með hátíð-
arguðsþjónustu í kirkjunni og samsætis í barnaskólahúsinu
(Jringhúsinu), eftir messu. Við það tækifæri bárust kirkjunni
margar góðar gjafir og árnaðaróskir.
Margra fleiri stunda mætti minnast í þessu guðshúsi.
Það gera þeir, hver fyrir sig, sem hingað hafa sótt helgar
tíðir. F.n ytri búnaður og sýnileg umhyggja, sem kirkjan