Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Blaðsíða 96
JÓN KR, ÍSFELD:
„Blessaður sé hann biskup Jón“
Þegar Jón Arason varð biskup á Hólum.
I.
Kæri lesari.
Við skulum andartak lyfta til hliðar fortjaldinu, sem skil-
ur milli nútímans og hins liðna tíma. Þá gefst okkur sýn
inn á sögusviðið mikla, þar sem aldirnar leika með atburð-
um frá sögu Islands, allt frá upphafi byggðarinnar. Margt
stórbrotið ber þar fyrir augu, því að á sviðinu birtast einkum
svipmiklir atburðir, sem jafnvel hafa haft gífurleg áhrif á
framvindu mála meðal þjóðarinnar. Smávægileg atvik sjást
þar raunar oft, en yfirleitt eru þau dregin fram á sviðið til
þess að gera stóratburðina enn hrikalegri við samanburðinn.
Að þessu sinni skulum við nema staðar við atburði, sem
gerðust á 16. öld. Það var snemma á þeirri öld, sem hin
alkunna Leiðarhólmsskrá var samin og send út, árið 1513.
Það voru leikmenn, sem að þeirri samþykkt stóðu. Sam-
kvæmt þeirri samþykkt mætti ætla, að kirkjuvaldið væri orð-
ið ærið spillt og svo orðhvöss ádeila, sem Leiðarhólmssam-
þykktin var, mundi hafa mikil áhrif og skerða kirkjuvaldið.
En svo varð ekki. Þessi eru raunar inngangsorð Leiðarhólms-
samþykktarinnar:
„Friður og blessun vors Ijúfasta lausnara, vors Herra Jesú
Christi, hans mildustu móður Jómfrú Maríu, alls mann-
kyns mýking, miskunn lifandi manna og framfarinna og
hennar íturlegustu upprunninnar réttlætis rótarinnar, sign-
aðrar frú sankti Önnu sjálf hinnar þriðju, hins heilaga Ólafs