Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 97
T í Ð I N D I
101
Gömul mynil af Hólastað.
konungs og allra heilagra manna, virðist að vera í för, fylgi,
framdrætti og föruneyti með oss öllum hér samankomnum
mönnum á Leiðarhólmi“.
Þó að þessi inngangur sé auðmjúk játning undir vald
kirkjunnar, kemur síðar í samþykktinni þungorður kafli.
Þar er átalið fastlega, hversu biskupar og klerkar misbeiti
valdi sínu. Biskuparnir setji menn í forboð fyrir óprófaðar
sakir, setji þá út af heilagri kirkju, synji skriftamála og
þjónustutekju, banni greftrun í helgum legstöðum, og hvað
lítið, sem til ber, varði banni, ef nokkur verði til að skorast
undan að hlýða fyrirmælum biskupanna. Með þessum hætti
sé alþýða manna kúguð til að ganga frá fé, frelsi og friði,
menn séu reknir í eymd og ritlegð, sviptir óðulum sínum
og fasteignum, og verði að ganga frá þeim sem öreigar.
Bindist bændur nii loks samtökum um, að þola ekki bisk-
upum eða klerkum neinn ójöfnuð framar, hvort sem bisk-
4