Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 99
T í Ð I N D I
103
biskupskosningu séra Jóns, heldur var þar meðal fleiri Skál-
holtsbiskupinn nývígði, Ögmundur Pálsson. Hann vildi
ráða yfir báðum stiftunum og þar með yfir öllum kirkjunr
landsins. Það hugðist hann gera með því að bjóða fram til
biskupskjörs á Hólum Skálholtsprest, séra Jón Einarsson,
sem hann taldi, að mundi verða sér hlýðinn og leiðitamur.
Með þessum ráðstöfunum var sorfið til stáls með þessum
tveimur stórmennum, sem urðu síðustu biskuparnir í kaþ-
ólskum sið fyrir siðbót í landinu, eins og alþjóð er kunnugt.
Það er einkum frá átökunum milli þessara kirkjuhöfðingja,
sem hér verður sagt, samkvæmt elztu heimildum.
III.
„Blessaður sé hann biskup Jón
bæði lífs og dauður,
hann var þarfur herrans þjón
þó heiminum virtist snauður.“
(Ort um Jón biskup Arason a£ sér Jóni Arasyni
í Vatnsfiiði, fæddur 19. okt. 1606, dáinn 10.
ágúsl 1673).
„Ögmundur með ærinn sóma
átján vetur að stólnum sat,
bar hann af flestum frægð og fróma,
furðu mildur að auð og mat,
með biskupstign og björtum blóma,
beint ei annan frægri gat.“
(Úr kvæði um Ögmund biskup Pálsson í Skál-
holti, ort 1539 eða 1540).
Á þessum tveimur erindum má sjá, að báðir biskuparnir
voru í góðu áliti og störf jreirra mikils metin.
Þar er nú til að taka, að Ögmundur biskup sendir séra
Jón Einarsson fram til biskupskjörs. En jafnframt fóru að