Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 100
104
T í Ð I N D I
koma ýmsar sakir fram í dagsljósið meðal almennings, sem
talið var að ættu rót sína að rekja til Ögmundar biskups.
Var þessum sökum beint gegn Jóni Arasyni biskupsefni. Var
þar meðal annars tekin upp sú sök á Jón biskup, að hann
kynni ekki latínu, en það var aðal ástæðan fyrir því, að Pétur
prestur Pálsson kaus hann ekki til biskups. Ekki mun séra
Jón hafa gert mikið úr slíkri ásökun, því að sagan hermir,
að eitt sinn er prestur nokkur, að nafni Böðvar, bar það á
hann sem sakargift, svaraði séra Jón honum með þessari al-
kunnu vísu:
„Látína er list mæt,
lögsnar Bövar,
í henni eg kann
ekki par, Böðvar;
til nauða hefir nóg tjáð
nú þar Böðvar;
þótti mér þó rétt
þitt svar, Böðvar.“
Nú er þar til að taka, þegar Ögmundur biskup sendir
norður til Hóla einn presta sinna, séra Ólaf Gilsson. Hefir
séra Ólafur meðferðis „forboðs bréf“, sem hann átti að lesa
yfir séra Jóni Arasyni.
„En þá er fyrr nefndur prestur, síra Ólafur, kom norður,
þorði hann ekki að fara heim til Hóla, heldur fór hann á
næsta bæ, sem heitir Víðirnes, og beið þar, og sendi einn
mann heim til staðarins, og bað síra Jón Arason að finna
sig þar, hvað hann lézt mundi gjöra, og sagðist vilja koma
þar á eftirfylgjandi degi. En hann hafði þá einn prest hjá
sér, sem hét Þorsteinn Gunnason. Þann kallaði hann til sín,
og iagði yfir hann sín klæði og setti upp á hann múkahúfu
með strút (,,sernot“), svo sem þá var siður til, og lét hann
svo fara gangandi til fundar við síra Ólaf. Og hann lét alla
sína sveina fara með honum, og Ara son sinn, sem þá var
enn ungur piltur. En þegar þeir fundust, meinti síra Ólaf-