Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 104
108
T í Ð I N D I
ar, svo sem sá dómur útvísar og inniheldur." Þar með fékk
séra Jón Arason biskupsdæmið, „en Odda stað í Skálholts
stikti fyrir síra Jón Einarsson. Og þaðan í frá voru þeir svo
sem beztu ástvinir, allt til þeirra dauðadags.“
Arið 1525 kom Jón biskup lieim til íslands. „Á tyunda
degi jóla (1526), tók Jón biskup at Hólum, í viðurvist Helga
ábóta á Þingeyrum, Olafs prests Hjaltasonar oc Thómasar
prests Eyríkssonar, reikning af Pétri presti Pálssyni ráðs-
manni, fyrir alla peninga Hólastaðar, frída og ófrída, heima
oc á búum kyrkjunnar, Ornamenta oc C-lenodia, í kaleikum,
bókum oc skrúda, einnin gamallt bordsilfr kyrkjunnar, oc
búshluti stadarins,“ (Árbæknr Espólíns).
Á öðru ári biskupsdóms Jóns Arasonar, var orðið svo hart
á milli biskupanna, að hvor um sig lét það boð út ganga um
stifti sitt, að menn skyldu fjölmenna til alþingis. Því boði
var fylgt svo rækilega, að Jón biskup hafði 900 manna, en
Ogmundur biskup 1300 eða íleiri. Horfði nú uggvænlega
um þinghald. Var ekki annað sýnna, en mannvíg gætu orð-
ið, ef fylkingunum lysti saman. En þegar sýnt var, hvert
stefndi, tóku „ábótar og höfuðprestar“ málið í sínar hendur.
Var leitað sátta með biskupunum. Þarna tókust sættir með
þeim „og sú sátt og forlíkun hélzt á meðan þeir lifðu.“
Það má telja nokkurn veginn víst, að það hafi flýtt íyrir
fullum sáttum þessara stórbrotnu kirkjuhöfðingja, að „hinn
nýi siður“ var farinn að gera vart við sig í landinu, en hon-
um voru þeir báðir fullkomlega andvígir, eins og kunnugt
er.
V.
Hér hefir verið stiklað á stóru. Má svo segja, að við höf-
um aðeins litið fátt af þeim átökum, sem áttu sér stað milli
þessara „tveggja sterku.“
Meðal þeirra heimilda, sem notaðar hafa verið við þessa
stuttu grein um stórbrotið mál, ná nefna Biskupasögurnar,
Árbækur Espólíns, íslenzkar æviskrár, Kirkeleksikon for
Norden, Kristnisaga Islands.