Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Qupperneq 106
110
T I Ð I N D I
stjórn: séra Sigurður Guðmundsson, Grenjaðarstað; séra
Arni Sigurðsson, Hofsósi og undirritaður, sem kosinn var
formaður.
FÉLÖGIN
Frá því var sagt í síðasta hefti Tíðinda, að fjögur æsku-
lýðsfélög kirkjunnar voru þá stofnuð: á Akureyri (stofnað
19. okt. 1047); á Siglufirði (stofnað 13. nóv. 1955); í Nes- og
Grenjaðarstaðarsóknum (stofnað 12. febr. 1956); á Húsavík
(stofnað 8. febr. 1959). Nánar er greint frá stofnun félag-
anna í síðasta hefti.
í örstuttu máli verður greint frá stofnun annarra æsku-
lýðsfélaga:
Æskulýðsdeild Ólafsfjarðarkirkju var stofnuð 1959 af séra
Kristjáni Búasyni.
Æskulýðsfélag Sauðárkrókskirkju var stofnað 11. des. 1960
af séra Þóri Stephensen með 25 félögum. Ráðgjafar Eyþór
Stefánsson, tónskáld, og Sigurður Guðmundsson, kennari.
Form. Olafur Grétar Guðmundsson, Sauðárkróki.
Æskulýðsfélag Einarsstaðasóknar, S.-Þing., stofnað 26.
febrúar 1961 af séra Sigurði CTiiðmundssyni á Grenjaðarstað
með 16 félögum. Ráðgjafi Óskar Ágústsson, íþróttakennari.
Formaður Hreiðar Karlsson, Narfastöðum.
Æskulýðsfélag Laufáss- og Grenivíkursókna, stofnað 9.
marz 1962 af séra Jóni Bjarman, Laufási, með 35 félögum.
Stjórn: Friðrik K. Þorsteinsson, Vallholti; Guðjón Jóhanns-
son, Hafbliki, og Kristinn Bjarnason, Jarlsstöðum.
Æskulýðsfélag Hríseyjarkirkju, stofnað 5. febrúar 1964 af
séra Bolla Gústavssyni með 10 félögum. Formaður Páll Sig-
urjónsson, Hrísey.
Æskulýðsfélag Sauðaneskirkju, stofnað í febrúar 1964 af
séra Ingimar Ingimarssyni með 30 félögum. Formaður Dag-
ur Vilhjálmsson.
Æskulýðsfélag Grímseyjarkirkju, stofnað 1. desember 1964