Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 108
112
T I Ð I N D I
Húsavík . . . . 19. og 20. sept. 1964
Húnaveri, Bólstaðarhlíð . . . . 11. og 12. sept. 1965
Grenivík, S.-Þing . . . . 10. og 11. sept. 1966
Hvammstanga 9. °g 10. sept. 1967
Ólafsfirði . . . . 7. og 8. sept. 1968
Vestmannsvatni, Aðaldal .... . . . . 13. og 14. sept. 1969
Dalvík . ... 12. og 13. sept. 1970
Það verður að teljast eitt merkasta atriði þessa máls, hvern-
ig samvinnan hefir þróazt milli prestanna og unga fólksins,
því að lundirnir byggjast á þessu samstarfi. Þannig hefir
starfið vaxið upp og hinir ungu mæta því með auknum
skilningi og ábyrgð. Þeir finna til sinnar köllunar og leggja
fram krafta sína í samstarfi við hina eldri og reyndari í starf-
inu. Aðalfundirnir eru merkur þáttur í þeirri þróun. Og
áhugi sjálfra æskulýðsfélaganna er mikið gleðiefni.
SUMARBÚÐIR
Árið 1954 hófst á Löngumýri sumarnámskeið fyrir börn á
vegum kirkjunnar. Forstöðukona skólans, frk. Ingibjörg Jó-
hannsdóttir, hafði mikinn áhuga á kirkjulegu starfi og léði
kirkjunni skólann til þeirra nota.
Ungur guðfræðinemi var fenginn til að stjórna námskeið-
unum, Ólafur Skúlason, sem fimm árum síðar skipaði fyrst-
ur manna embætti æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar. Nám-
skeiðunum var fram haldið næstu sumur, og sóttu þau börn
víða að af landinu. Sumarstarfið gaf góða raun og hvatti til
aukins starfs á þessu sviði.
Þegar ÆSK var stofnað, höfðu stofnendur þess ekki sízt
í huga að beita sér fyrir sumarbúðastarfi. í því skyni var leit-
að að sumarbúðastað með æskilega landkosti fyrir slíka starf-
semi.
Mér er það minnisstætt, er við völdum Vestmannsvatn.
Sunnudag einn í apríl 1959 var ég á kirkjudegi hjá séra
Friðriki A. Friðrikssyni prófasti á Ffúsavík. Á heimleið um