Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 115
T í Ð I N D I
119
Frá aðaljundinum að Vestmannsvatni.
þess vann mikið að gerð plötunnar. Seinni hljómplatan
er 12 laga, og flytjendur er margt listafólk á Akureyri. Lög-
in eru úr söngbókinni Unga kirkjan, og eins konar kynning
á efni hennar. Báðar plöturnar voru gefnar út í samvinnu
við Fálkann í Reykjavík og forstjórann, Harald Olafsson.
ÆSK keypti kvikmynd um líf og starf Alberts Schweitzer.
Hefir myndin verið sýnd á mörgum stöðum.
Framkvæmdastjóri Bókaútgáfunnar hefir verið frá upp-
hafi Gunnlaugur Kristinsson, fulltrúi hjá KEA. Hann hef-
ir borið hita og þunga þessarar starfsemi, og haldið á mál-
efnum útgáfunnar af mikilli kostgæfni og áhuga.
Gunnlaugi til aðstoðar hefir starfað útgáfuráð. Formað-
ur þess var séra Jón Bjarman, þá prestur í Laufási, en í því
hafa átt sæti séra Friðrik A. Friðriksson fyrrv. prófastur,
séra Jón Kr. Isfeld, séra Bolli Gústavsson. Nú er það þann-
ig skipað: Form. séra Stefán Snævarr prófastur, Dalvík, séra
Kári Valsson Hrísey, Ingvar Þórarinsson kaupmaður, Húsa-