Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Síða 116
120
T í Ð I N D I
vík, Helgi Þorsteinsson skólastjóri, Dalvík, og framkvæmda-
stjórinn.
Fyrir hver jól hafa verið gefin út jólakort og seld til
ágóða fyrir sumarbúðirnar. Það starf hefir hvílt á sérstök-
um mönnum, sem kjörnir hafa verið á aðalfundum til að
annast þá útgáfu. Um nokkur ár annaðist séra Birgir Snæ-
björnsson að mestu einn það starf með miklum sóma.
Æskulýðsblaðið var í upphafi blað Æskulýðsfélagsins á
Akureyri. Blaðið hóf göngu sína 1948 og kom út vetrar-
mánuði, meðan skólar störfuðu. Það var eingöngu selt í
lausasölu af sunnudagaskólabörnum á Akureyri og nægði
það, sem inn kom, að jafnaði fyrir prentunarkostnaði. Hafði
ég þá ritstjórn þess með höndum en átti aðstoð æskulýðs-
félaga, enda var efni blaðsins ætlað þeim og börnunum.
Fann ég og, að eldra fólk hafði ánægju af útkomu þess.
Fyrstu fjórir árgangarnir voru í stóru broti, þá smækk-
aði það, en hefir svo aftur fengið upprunalegt brot, en
sífellt stækkað að lesmáli og aukið áhrif sín. Séra Sigurður
Haukur Guðjónsson tók við ritstjórninni er hann var prest-
ur á Hálsi, og það kom út á vegum ÆSK. Séra Sigurður
vann blaðinu mikið gagn á meðan hann hafði aðstiiðu til
þess. Blaðið flutti til Reykjavíkur 1964 til ’65, og var
óregluleg útkoma þess 1966. Árið 1967 fluttist það aftur
norður og hélt áfram að koma á vegum ÆSK. Núverandi
ritstjóri er séra Bolli Gústavsson í Laufási og nýtur blaðið
hæfileika hans, ritleikni og listgáfu.
Afgreiðslumaður er Jón A. Jónsson húsvörður Útvegs-
bankans á Akureyri, og á hann sæti í blaðstjórn. Hann
hefir af mikilli fórnfýsi stutt blaðið og útbreytt það víða
um landið. Aðrir í blaðstjórninni eru, auk ritstjórans:
Hólmfríður Pétursdóttir skólastjóri, Löngumýri, Hrefna
Torfadóttir, Konráð Konráðsson og Pétur Þórarinsson öll
í M.A., Akureyri.