Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 120
124
T í Ð I N D I
hrepptu tveir menntaskólanemar, Kristján Sigurbjörnsson,
Hlíð í Kinn, og Jón Guðni Kristjánsson, Sigtúnum, Öngul-
staðahreppi. Tóku þeir á móti verðlaunum hjá biskupi á
biskupsskrifstofunni í Reykjavík, þangað sem þeir voru
boðnir í tilefni sigursins.
Önnur samkeppni var 1967 um efnið: Gildi fermingar-
innar fyrir mig. Nemendur úr sjö skólum þreyttu keppnina.
Kennarar völdu 27 ritgerðir, sem voru verðlaunahæfar.
Þrjár beztu ritgerðirnar voru eftir Guðlaugu Guðmunds-
dóttur og Mörtu Svavarsdóttur, Sauðárkróki, og Marin Gúst-
afsdóttnr, Siglufirði. Fengu þær allar bókina Skáldið á Sig-
urhæðum í verðlaun.
Þá var efnt til 1 jóðasamkeppni 1969 meðal ljóðskálda um
trúarljóð til söngs í æskulýðsstarfinu. Sextán Ijóð bárust og
þrjú hin beztu þeirra reyndust vera frá Pétri Sigurðssyni er-
indreka, Kristjáni frá Djúpalæk og Gunnlaugi Hjálmarssyni
frá Akranesi.
FÁNINN OG MERKIÐ
Fiftir að Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju var stofnað, kom
brátt í ljós þörfin fyrir félagsfána. Leitað var fyrirmyndar að
slíkum fána. Bláhvíti fáninn, sem íslendingar ætluðu að gera
að þjóðfána, hefir jafnan verið mér hugstæður.
Hið sama er að segja um óð Einar Benedikts-
sonar til fánans. Þar talar skáldið fagurt orð um
ástina til ættjarðarinnar, og hann hvetur til
að sé „djúp sem blámi himinhæða, hrein sem
jökultindsins brún“.
Æskulýðsfáninn skyldi vera tákn um hvort tveggja: trú
á Krist og ættjarðarást. Af þeim toga var bláhvíti krossfán-
inn til.
Hann birtist í fyrsta tölublaði Æskulýðsblaðsins 1948, og
var skorinn út í líndúk af Geir Þormar tréskurðarmeistara,
er þá var handavinnukennari Gagnfræðaskólans. Fyrsti