Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Síða 122
126
T í Ð I N D I
ustumanna í skólamálum, sem fúslega veittu aðstoð sína við
flutning messunnar.
Þannig hafði æskulýðsdagurinn þróazt í allmörg ár á Norð-
urlandi. Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, tók þá
ákvörðun, að haldinn skyldi árlega um land allt æskulýðs-
dagur fyrsta sunnudag í marz. Slíkur almennur æskulýðs-
dagur var 1. sunnudag í föstu, 6. marz 1960. Var þá stigið
mikilsvert spor í þá átt að leiða æskuna til kirkjunnar meir
en áður hafði tekizt.
Núverandi stjórn ÆSK er þannig skipuð: Form. séra Sig-
urður Guðmundsson prófastur, Grenjaðarstað; varaform.
séra Þórir Stephensen, Sauðárkróki, sem er ritari stjórnar-
innar; gjaldkeri séra Birgir Snæbjörnsson, Akureyri. Með-
stjórnendur eru: Pétur Þórarinsson nemandi, M.A., Steina-
flötum, Akureyri; Ingibjörg Siglaugsdóttir hjúkrunarnemi,
Löngumýri 9, Akureyri. — Endurskoðendur Æ. S. K. eru
Sigurður Pétur Björnsson bankastjóri á Húsavík og Finn-
bogi S. Jónasson aðalbókari, Akureyri.
Bænin er farvegur blessunar í starfi Æ.S.K. Stöðugt eru
samtökin Guði falin, og hann gefur ávöxtinn. Einstaklingar
og margir opinberir aðilar hafa veitt fjárhagslegan stuðning
og liðsinni sitt. Það veitti styrk og uppörvun. —
Langt og mikið samstarf er mér ljúft að þakka, þegar litið
er yfir þennan fyrsta áratug Æ.S.K. I því starfi fékk ég að
kynnast þeim brennandi áhuga og fórnarvilja, sem sameinar
kraftana að því marki að láta Guðs vilja verða.
Stjórninni og ÆSK í Hólastifti óska ég Guðs blessun-
ar á byrjuðum áratug. Megi þessi samtök okkar verða æsku-
lýð í Hólastifti til síaukinnar farsældar og framfara um
ókomna daga.