Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 123
PÉTUR Þ. INGJALDSSON:
Síðasti presturinn í Vesturhópshólum
Erindi, flutt í Vesturhópshólakirkju 25. dgúst 1968 í tilefni
af 90 ára afmceli hennar.
Það hefur jafnan verið talið, að sagnaríkt hafi Húnaþing
verið, enda þar borið til að gnótt var þar jafnan stórbrot-
inna gáfumanna, er sögur fóru af. Og einnig hitt, að mennta-
setrið Þingeyraklaustur átti
munka lengi vel, er færðu
atburði liðins tíma í letur.
Sumir telja, að jafnvel
menningararf frá Þingeyra-
klaustri sé að finna, suma
hina mestu menn, er þótt
hafa skarað fram úr meðal
Húnvetninga, svo senr
fjölda hinna frægu lækna,
er þaðan ihafa komið og sé
það arfur frá læknavísind-
um klausturbúa. En margir
þeirra eru upprunnir úr
sveitum eigi allfjarri því,
vestan Blöndu. En á sama
tíma ei fátt af piestum, et gr pétur Þ. Ingjaldsson, práfastur.
komu úr Húnaþingi, en
þar eru þó landskunnir menn eins og sr. Páll Sigurðsson frá
Bakka í Vatnsdal og sr. Skúli Gíslason frá Vesturhópshólum,
er var sonur síðasta prestsins þar.