Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 124
128
T í Ð I N D I
Vér erum nú staddir við helgar tíðir á hinum forna kirkju-
stað, Vesturhópshólum, en þar var kirkja helguð í kaþólsk-
um sið Guði og Jóhannesi skírara og hafa 23 prestar setið
á þessum stað, þar á meðal hinn fyrsti biskup í lútherskum
sið norðanlands, Olafur Hjaltason á Hólum.
Um marga presta vitum vér næsta lítið. Um sr. Þorstein
Eiríksson, er var prestur hér frá 1745—’67 var þetta kveðið.
fHann var afi Gunnlaugs Oddssonar dómkirkjuprests í
Reykjavík). Er þetta erindi líklega grafskrift.
Sá hér hvílir í sælli von
en sál á dýrðarlandi
er sr. Þorsteinn Eiríksson
orð drottins kennandi.
Vesturhópshóla hirðir trúr
hérvistarárin fögur, fimmtíu fjögur.
Sigur hrósum á Zionsmúr
syngjandi um eilíf dægur.
Sú kirkja er vér erum í dag í, var sennilega vígð 1878, af
sr. Eiríki Briem prófasti í Steinnesi, en þá var frændi hans,
sr. Eggert Briem, prestur á Höskuldsstöðum, er lét byggja
Höskuldsstaðakirkju 1875, er fram til 1940 var stærsta kirkja
í Húnaþingi.
En 17. maí 1878 sama ár og þessi kirkja hér í Vesturhóps-
hólum var vígð, þá segir svo í vísitasíu prófasts: „Predik-
unarstóll og altaristafla hefur verið eftirlátin Vesturhóps-
hólakirkju og verð þess á sínum tíma innfært í portsions-
reikning kirkjunnar." Eru nú þessir gripir hin mesta prýði
kirkjunnar, er predikunarstóllinn talinn meðal hinna 3.
elztu sem í notkun eru í landi hér, talinn gjörður af Guð-
mundi í Bjarnastaðahlíð. Þá er altaristaflan fallegur gripur
frá liðnum tíma. Njóta þessir gripir sín nú enn betur, er raf-
ljós eru komin í kirkjuhúsið á þessu afmí !i hennar.
Sú kirkja, er vér syngjum messu í nú, <r arftaki kirkju