Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Síða 125
T I Ð I N D I
129
þeirrar, er síðasti presturinn í Vesturhópshólum reisti. Það
var hinn merkasti maður, sr. Gísli Gíslason, er vér viljum
minnast í dag. Sr. Gísli var fæddur 5. október 1786 að Enni
í Refasveit, sem nú er næsti bær við Blönduós. Voru for-
eldrar hans Gísli Arason, bóndi í Enni, Gunnarssonar á
Hvalsnesi á Skaga. Er margt góðra manna komið þar frá, þar
á rneðal Margrét Aradóttir, föðusystir sr. Gísla, er var móðir
sr. Jóns Konráðssonar á Mælifelli, er um var sagt, að hantr
var hinn ágætasti maður í prestastétt í öllum greinum, iðju-
og fræðimaður mikill. Móðir sr. Gísla, kona Gísla bónda í
Enni, var Margrét Jónsdóttir frá Krythóli Jónssonar. Sr.
Gísli Gíslason ólst upp í Enni, en lærði undir skóla hjá
frænda sínum sr. Jóni á Mælifelli, er þá var á Húsey í Skaga-
firði. Skólaganga sr. Gísla var all undarleg. Hann var skóla-
sveinn árið 1800 á Hólum, en Jrá var skólinn lagður niður.
Fór svo í Hólavallaskóla í Rvík. 1802, en 1804—5 var enginn
skóli. En er skólinn fluttist að Bessastöðum 1805, þá var sr.
Gísli í honum til 1807, er hann útskrifaðist með bezta vitnis-
burði. Um atgervi Gísla má þess geta, að á sumrum 1802—
1807 var hann í þjónustu landmælingamanns Hans Jörgen
Matthíassen. Frá 1808—12 var hann í þjónustu Vigfúsar
Þórarinssonar sýslumanns á Hlíðarenda. En hann var sonur
Þórarins Jónssonar, sýslumanns á Grund, og Sigríðar Stefáns-
dóttur Olafssonar prests á Höskuldsstöðum. Kona Vigfúsar
sýslumanns á Hlíðarenda var Steinunn Bjarnadóttir Pálsson-
ar landlæknis og Guðrúnar Skúladóttur Magnússonar fó-
geta.
Dvöl Gísla Gíslasonar stúdents á Hlíðarenda varð honum
til gæfu, því að þar lilaut hann kvonfangið. Hann kvæntist
dóttur sýslumanns, Ragnheiði, 20. janúar 1812, er var fædd
í Brautarholti á Kjalarnesi 1790. Hún var talin mikil mann-
kostakona, vel gefin. Bræður hennar voru Bjarni Thoraren-
sen, amtmaður og skáld, og Skúli Thorarensen, læknir á
Móheiðarhvoli.
Það var Jm að vonum, að Gísli Gíslason hugsaði til em-
9