Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 126
130
T I Ð I N D I
bættisframa og var honum veitt Kaldaðarnes í Flóa 3. febr.
1812, er var með beztu prestssetrum og hlunnindajörð og
sagt hæst metna jörð á landinu, 87 þús. 1923. Þá dró hugur-
inn Gísla norður í Húnaþing í grennd við átthagana, svo að
hann varð afhuga Kaldaðarnesi og hlaut nú Vesturhópshóla
18. júní 1813. Það brauð var talið næst tekjulægst í mati á
Húnaþingi, 140 rd., en Hjaltabakki lægst, 107 rd.
Prestssetrið Vesturhópshólar var metið 20 hdr. að dýrl.
Kúgildi hennar 4. Jörðin telst hafa ógreiðfært tún, engjar
víðlendar, venjulega graslitlar, en grasgóðar, sumarland all-
gott fyrir málnyt, en fjalllendi óhægt að nota. Jörðin ber
í meðalári 3 kýr og geldneyti, 6 hesta, 60 ær, 50 sauði og 30
lömh. Kirkjujarðir voru tvær, Þorfinnsstaðir og hálf Hindis-
vík. Landsskuld af hálfri Hindisvík var 90 álnir og galzt
þannig:
30 álnir í ull ............................ 6 rd. 39 sk.
30 álnir í tólg ........................... 5 rd. 3 sk.
30 álnir í duggarasokkum .................. 2 rd. 85 sk.
kúgildi 2 leigur þar af 40 pd. smjörs ...... 7 rd. 16 sk.
Þess má geta, að útgjöld á prestakallinu voru talin fyrir
greiðslu við prestinn á messudögum 4 rd. Eru þessar lýsingar
eftir brauðamati 18. sept. 1854, en þá var prestakallið sam-
einað Tjörn.
Þau prestshjón, sr. Gísli Gíslason og Ragnheiður Thor-
arensen, voru full áhuga um stað og kirkju í Vesturhópshól-
um, er þau komu norður, enda ung að árum og í blóma ald-
urs síns. En þá var aðkoman ekki góð. Fyrirrennari hans í
embættinu, sr. Jón Mikaelsson, var einn þeirra, er óblíð lífs-
kjör hafði mætt. Hann var frá Grjótnesi á Sléttu. I Reykja-
harðindunum komst hann á vergang með móður sinni, en þá
svarf mjög að búandi fólki. En með því hann var námfús
og fullur áhuga að komast áfram þá komst hann í Hóla-
skóla og útskrifaðist 1796. Eftir að hafa verið í þjónustu
Isleifs Einarssonar, sýslumanns á Geitaskarði, varð hann