Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 127
T I Ð I N D I
131
djákni á Þingeyrum 1802. Árið 1805 var honum veittir Vest-
urhópshólar, er hann hélt til dauðadags.
Hann var talinn sæmilega gefinn reglumaður en fátækur,
svo að eftir fráfall hans voru kona hans, Jóhanna Sæmunds-
dóttir, prests í Steinnesi Oddssonar, og börn þeirra örsnauð.
Af ættmönnum hans má nefna Magnús Björnsson fræðimann
á Syðra-Hóli.
Tók sr. Gísli við stað og kirkju í lélegu ástandi að sagt
var og litlu álagi vegna fátæktar prestsekkju. Mátti sr. Gísli
byggja upp staðarhús og kirkju að kalla má frá grunni, og
voru þessar byggingar taldar vandaðar að veggjum og við-
um. Voru þessi hús stærri en áður var og í öðru formi, en
með leyfi Geirs biskups Vídalíns. Mátti sr. Gísli vegna kostn-
aðar leggja til eða veðsetja 30 hundraða jörð, er hann hafði
keypt og að mestu borgað. Þá bætti hann túnið og jók það.
Þá byggði hann upp Þorgrímsstaði, er höfðu verið í eyði,
og hafði Gísli þar líka bú. Hagur þeirra hjóna blessaðist
vonum framar, þó að brauðið væri eigi tekjumikið og þau
hefðu mikla ómegð. Voru þau talin með duglegasta bænda-
fólki, er þá var í sveit um þessar mundir. Sr. Gísli var talinn
gáfumaður, fróður og skáld gott, en þótti sérlundaður og
stórbrotinn í háttum, en eigi reglumaður.
Árið 1833 vísiteraði Steingrímur Jónsson biskup Vestur-
hópshóla. Taldi biskup hann lærðan og gáfaðan og með
mörgum góðum eiginleikum. Hafði hann bæði predikað og
spurt börn ágætlega, en þótti ölkær.
Ragnheiður Thorarensen, kona sr. Gísla, var hið meSta
valkvendi og stórgáfuð, eins og hún átti kyn til, og reyndist
manni sínum vel. Þó kom þar, að þau áttu eigi lund saman
og skildu 1831. Mun þar hafa ráðið nokkru um, að sr. Gísli
var eigi reglumaður. Eigi leitaði Ragnheiður suður til átt-
haga sinna, og má því ef til vill hafa valdið, að sagt var, að
eigi hefðu þau sr. Gísli áttst að fúsum vilja Vigfúsar sýslu-
manns á Hlíðarenda. Ragnheiður Thorarensen fluttist í
Vatnsdal, var á Marðarnúpi 1832—’34, var þá á Möðruvöll-