Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Síða 130
134
TIBINDI
hans slitu samvistum. Ellefu ára fór hann til sr. Jóns Kon-
ráðssonar, frænda síns, og var þar fram um tvítugt, og styrkti
frændi hans hann til náms með 10 spesíum á ári og síðast
20 spesíum. Þá hlaut hann í skóla ölmusu og var í kaupa-
vinnu. Skúli mun hafa fundið sig einmana á þessum árum.
Mætti hann þá um þessar mundir manni á Kaldadal, er
innti hann eftir, hvar hann ætti heima. En Skúli kvaðst eiga
heima á Hesti. Þetta þótti Borgfirðingnum skrýtið, því eigi
kannaðist hann við þennan mann á Hesti í Borgarfirði.
Sr. Skúli fór að loknu námi til Hafnar og las guðfræði og
þótti með allra fremstu námsmönnum. Enda hlaut hann
eitt af fimm beztu prestaköllum landsins, Breiðabólsstað í
Fljótshlíð.
Hann var reglumaður, ræðumaður og ágætur búhöldur.
Sat hann stað og kirkju með miklum sóma og þótti í hópi
hinna mætustu presta landsins.
Benedikt Gröndal, skáld, segir um þá bræður, sr. Skúla
og Árna sýslumann, að þeir væru söngmenn góðir, morgun-
svæfir, en námsmenn og sr. Gísli skáldmæltur. En þessi
ágætismaður, sr. Gísli, hafði annars látið lítið á sér bera.
„Það getur vel verið að þetta sé hin réttasta aðferð hér,
því hér er aldrei til neins að skara fram úr, nema í skömm-
um og óknyttum, ef lög ná ekki til, því ágæti er einskis met-
ið“. Svo farast Gröndal orð.
En á einu sviði lifir minning þessa ágæta manns. Þegar
Jón Árnason leitaði eftir þjóðsögum, þá var sr. Skúli þar
efstur á blaði með 62 siigur, sem eigi fyrir all fáum árum
voru gefnar út myndskreyttar. En því mun hafa valdið, að
Skúli er þar líka talinn fremstur sem höfundur, er með
mestri snilld hefur fært sögurnar í stílinn.
Um þetta farast próf. Sigurði Nordal svo orð í bók sinni,
Snorri Sturluson, að Skúli hafi gert nafn sitt ódauðlegt í
sögu íslenzkra bókmennta, með þjóðsögunum, sem hann
skrifaði fyrir próf. Maurer og Jón Árnason.
Kona sr. Skúla Gíslasonar var Guðrún Þorsteinsdóttir frá