Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 132
Blessi
Drottinn
Norður-
land
Hólastóll
850 ára
Vald. V.
Snævarr
Hvert átak skilar auknum mætti
og orka vex í þraut.
Það blessast allt að huldum hætti,
sem himins vilja laut.
I herrans nafni herfum, sáum
og hundrað falda uppskeru vér fáum.
Vér megum setja markið hátt,
vor mustarðskorn frá gróðurmátt.
Já, hefjum sókn í Hólastifti
um helgust lífsins mál.
Ný dagsbrún fornum drunga svifti
og deyfð af hverri sál.
Já, strengjum heit á helgri stundu
og helgum stað með trúarstyrkri lundu,
og hefjum bjartan helgisöng,
er hljómi gegnum tímans þröng.
Fram, hermenn Krists, til hærri dáða.
Nú hringt til sóknar er.
Þann anda látum öllu ráða,
sem aldrei hlífði sér.
Og ef vér göngum Guðs á vegi,
þá getur vonin fagra brugðizt eigi,
sem norðlenzk kristni ávallt ól:
að eiga nyrðra biskupsstól.
En — hér þarf ýmsu’ að bylta^og breyta
og byggja á nýjan hátt.
Vér þurfum nýrra leiða leita
og leysa bundinn mátt.
Vér skulum stefna hærra, hærra,
og hjálp Guðs treysta, óttast færra, færra
og mynda öflugt bræðraband. —
Þá blessar Drottinn Norðurland.