Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Síða 134
FRÁ AÐALFUNDUM OG HÓLAHÁTÍÐ
Aðalfundur Prestafélags Héjlastiftis var haldinn að Löngu-
mýri í Skagafirði laugardag 15. ágúst 1970. Mættir voru 13
prestar, um það bil helmingur félagsmanna. — Formaður
félagsins, séra Friðrik A. Friðriksson fyrrv. prófastur, prestur
á Hálsi í Fnjóskadal, hóf fundarstörf með hugvekju í kap-
ellu Löngumýrarskólans og flutti síðan skýrslu stjórnarinn-
ar. Fundarstjóri var séra Sigurður Guðmundsson prófastur
og fundarritari séra Stefán Snævarr prófastur.
Rædd voru ýmis málefni félagsins, útgáfumál og endur-
reisn biskupsdæmisins á Norðurlandi. Samþykkt var svo-
hljóðandi tillaga í því máli:
„Aðalfundur Prestafélags Hólastiftis haldinn að Löngu-
mýri í Skagafirði, 15. ágúst 1970, fagnar framkominni hug-
mynd biskups á síðustu prestastefnu um að endurreisa Hóla-
biskupsdæmi þjóðhátíðarárið 1974 og á 300 ára ártíð Hall-
gríms Péturssonar. Fundurinn felur stjórn félagsins að vinna
að framkvæmd þessarar hugmyndar í samráði við biskup
og því, að unnt verði að gera Hóla í Hjaltadal að biskups-
setri og kristinni aflstöð.“
Samþykkt var tillaga þess efnis, að annar af tveimur æsku-
lýðsfulltrúum, sem ráðgert er, að komi til starfa í kirkjunni,
verði staðsettur í Hólastifti. Kosin var nefnd til að ræða við
landbúnaðarráðherra um aðstöðu kirkjunnar og starfsemi
á Hólum. Laugardaginn 4. nóv. 1970 var haldinn fundur
með landbúnaðarráðherra á heimili vígslubiskups á Akur-
eyri. Fékk málaleitun fundarmanna um kirkjulega uppbygg-
ingu á Hólum góðar undirtektir ráðherrans.
Fundarmenn á Löngumýri þágu góðan beina og gistingu
í skólanum. Skólastjóranum, frk. Hólmfríði Pétursdóttur,
voru færðar kærar þakkir og árnaðaróskir.
Stjórn Prestafélagsins er nú þannig skipuð: Formaður