Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 135
T I B I N D I
139
séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup, Akureyri, en ásamt
honum prófastarnir séra Sigurður Guðmundsson, Grenjað-
arstað, varaformaður, séra Stefán Snævarr, Dalvík, ritari,
séra Pétur Þ. Ingjaldsson, Skagaströnd, gjaldkeri, séra Björn
Björnsson, Hólum, meðstjórnandi.
Aðalfundur Hólafélagsins var haldinn í setustofu bænda-
skólans á Hólum sunnudaginn 16. ágúst kl. 11 f. h. Formað-
ur félagsins, séra Jón Kr. ísfeld, flutti skýrslu stjórnarinnar
og varpaði fram nokkrum spurningum til umræðu á fund-
inum. —
Rætt var um kirkjulegan skóla á Hólum og borin fram
ósk um, að kirkjan fengi land undir slíkan skóla og sumar-
búðir. Þess var getið, að árið 1971 yrðu fjórar aldir liðnar
frá komu Guðbrands Þorlákssonar biskups til Hóla, en hann
hefir verið lengst þjónandi biskup á íslandi, eða 56 ár. —
Lagt var til, að þess yrði minnzt á næsta Hóladegi. —
í sjóð til byggingar kirkjuskólans hafa borizt kr. 100.000.
00 frá ónefndri, sem búsett er í Reykjavík en ættuð úr Skaga-
firði. Kr. 2400.00 frá Klaus Thorgaard rektor í Osló og Svan-
hild, konu hans. Frá þakklátri móður í minningu Guðmund-
ar góða kr. 500.00.
Stjórn Hólafélagsins er nú þannig skipuð: Formaður séra
Árni Sigurðsson, Blönduósi, frú Helga Kristjánsdóttir, Silfra-
stöðum, Björn Egilsson, bóndi, Sveinsstöðum, séra Bolli
Gústavsson, Laufási, Finnbogi Jónasson, aðalbókari, Akur-
eyri, séra Pétur Þ. Ingjaldsson, prófastur, Skagaströnd.
Sól stafaði geislum á helgum Hóladegi. Sunnudagurinn
16. ágúst 1970 var bjartur, og vítt um dalinn hljómuðu
klukkur Hóladómkirkju er samhringt var til tíða. Kenni-