Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Qupperneq 136
140
T 1» I N D I
menn gengn hempuklæddir til kirkju. Um hundrað og sex
tíu manns hlýddu messu þennan Hóladag.
Kórbænina flutti Guðmundur Stefánsson bóndi, Hrafn-
hóli. Orgelleik annaðist organisti Skagfirðinga, Páll Helga-
son. Kirkjukór Siglufjarðarkirkju söng. Séra Pétur Sigur-
geirsson vígslubiskup predikaði út frá Matth. 17. 1-8. — Það
var ræðutexti séra Guðbrands Björnssonar sóknarprests á 150
ára afmæli kirkjunnar 1913. Altarisganga var í messunni.
Séra Kristján Róbertsson, Siglufirði, hafði með höndum alt-
arisþjónustuna, en honum til aðstoðar var séra Sigfús J.
Árnason ,Miklabæ. Sungnir voru hátíðasöngvar séra Bjarna
Þorsteinssonar.
Að guðsþjónustu lokinni hófst samkoma í kirkjunni. Frá-
farandi formaður, séra Jón Kr. ísfeld, flutti ávarp, en sam-
komunni stýrði nýkjörinn formaður, séra Árni Sigurðsson,
Blönduósi. Einsöng söng Eiríkur Stefánsson frá Akureyri við
undirleik Áskels Jónssonar organista Lögmannshlíðarkirkju.
Séra Sigurður Guðmundsson prófastur, Grenjaðarstað,
flutti erindi, er hann nefndi: Vísa þeim unga veg. Frú Emma
Hansen, prófastsfrú á Hólum, las upp kvæði Matthíasar: Jón
Arason. Lokaorð flutti séra Pétur Þ. Ingjaldsson prófastur,
Skagaströnd.
Þennan dag voru á boðstólum hin fallegu Hólamerki, sem
seld eru til ágóða fyrir starfsemi félagsins. — Þau eru gerð
hjá Guðjóni Bernharðssyni gullsmið, Reykjavík. — Þegar
kirkjusamkomunni lauk, var dagur að kvöldi kominn. —
Aðkomufólk kvaddi staðinn eftir ánægjnlegan dag.
Mikill Hóladagur var íyrir 7 árum.
Árið 1963 voru liðnar tvær aldir frá byggingu steinkirkj-
unnar á Hólum. — Þess var minnzt með hátíðarguðsþjónustu