Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 137
T I Ð I N D I
141
í kirkjunni 25. ágúst 1963 og í tilefni þess var þá haldin þar
prestastefna íslands. — Við þetta tækifæri tilkynnti kirkju-
málaráðherra, Bjarni Benediktsson, í ávarpi sínu, að ríkis-
stjórn íslands gæfi kirkjuklukkurnar í turninn, sem nú
hljóma þar við hverja guðsþjónustu. — Ávarpi sínu lauk
ráðherrann þannig: ,,Von mín er sú, að klukkum íslenzkra
kirkna verði ætíð hringt í anda kristinnar trúar til að vekja
veikan vilja og efla samhug allra manna. Bið ég svo Hóla-
dómkirkju vel að njóta þessarar afmælisgjafar frá íslenzku
þjóðinni,“
Gott starf fyrir sjómenn
Það er í frásögur færandi, að prestshús var gert að sjó-
mannastofu. Þetta gerðistá Raufarhöfn á árunum 1961—’66.
Prestshjónin þar, sem nú eru á Skinnastað, séra Sigurvin
Elíasson og Jóhanna Björgvinsdóttir, bjuggu ekki í húsinu,
en fundu upp það snjallræði, að gera þar sjómannastofu yfir
síldartímann, þegar fjöldi síldarbáta og margt aðkomufólk
gisti Raufarhöfn.
Úti á Bárum var skilti á staur með þessari áletrun:
SJÓMANNA- OG GESTASTOFA
VIÐ KIRKJUNA
Veitingar — Lesstofa
í tíð séra Ingimars Ingimarssonar var vísir að þessu heim-
ili með lesstofu í fundarsal kaupfélagsins, en í prestshúsinu
var hægt að hafa veitingar til viðbótar. í sjómannastofunni
áttu sjómenn og aðkomufólk við síldarsöltun marga frið-
sæla stnnd.